Djúpu sárin Samfylkingar

Bakland Samfylkingarinnar er ekki jafn  heillum horfið og forystan í Reykjavík. Af ályktun Fljótsdælinga sem starfa í Samfylkingunni að dæma er heilbrigð skynsemi enn við lýði og traust pólitísk dómgreind sömuleiðis. Textinn að austan er skýr og hittir beint í mark.

Stjórn SFF telur að einstakir þingmenn flokksins hafi sært Samfylkinguna og stjórnmál landsins svo djúpu sári að ekki verður grætt á næstu árum. Um það er ekki bitist í yfirlýsingu þessari hvort þingmenn hefðu átt að segja JÁ eða NEI, heldur hvernig hægt er að hlaupa milli feigs og ófeigs eftir eigin geðþótta á augnabliki.
Þau vinnubrögð einstakra þingmanna að sjá ekki yfirsjónir félaga sinna, eða að telja yfirsjónir pólitískra andstæðinga stærri en liðsfélaga sinna fordæmir stjórn SFF meir en orð fá lýst.

Atkvæðahönnun forystu Samfylkingarinnar í þingsályktun um ráðherraábyrgð er gróf móðgun gagnvart þjóðinni og sýnir botnlausa spillingu hugarfarsins.

 


mbl.is Gagnrýna framgöngu þingmanna eigin flokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Ferfalt,,,, fyrir Fljótsdælingum.

Helga Kristjánsdóttir, 11.10.2010 kl. 12:22

2 identicon

Vek athygli á því að þetta er félagið á Fljótsdalshéraði en ekki Fljótsdal. Það er jú sitthvort sveitarfélagið og enginn ástæða til að blanda Fljótsdælingum inn í þessa umræðu.

Tjörvi (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 12:26

3 identicon

Mikið af góðu fólki á Íslandi.

Meira að segja í Samfylkingunni.. :)

(Fljótsdalshérað er falleg sveit. Langt frá kaffihúsaelítu Samfylkingar í Rvk).

jonasgeir (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband