Sunnudagur, 10. október 2010
Frosta á stjórnlagaþing
Frosti Sigurjónsson er frumkvöðull og býr að áralangri reynslu af atvinnulífinu en missti sig ekki í útrásinni. Frosti sameinar alþjóðlega vídd og heilbrigðan metnað fyrir fullvalda Ísland sem stendur á eigin fótum.
Þegar menn eins og Frosti Sigurjónsson bjóða sig fram á stjórnlagaþing er von til að framtakið skili árangri.
Frosti býður sig fram til stjórnlagaþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er svo sammála þér Páll.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.10.2010 kl. 08:26
Tek undir það.
Ragnhildur Kolka, 10.10.2010 kl. 09:33
Sammála
Birgir Viðar Halldórsson, 10.10.2010 kl. 09:55
Þýða meðmæli þín og ummæli eins og "fullvalda Ísland sem stendur á eigin fótum" að Frosti sé félagi í Heimótt? Nei afsakaðu Heimssýn og þarmeð þóknanlegur? Eru hlutirnir farnir að snúast um þetta að tilteknar fylkingar ætli að safna liði á Stjórnlagaþing?
Hvumpinn, 10.10.2010 kl. 11:37
Sæll.
Þörfin fyrir þetta blessaða stjórnlagaþing hefur aldrei verið rökstudd. Hvaða greinar stjórnarskrárinnar ollu bankahruninu?
Því má ekki gleyma að bankahrun varð líka erlendis. Eru þær þjóðir á nornaveiðum gagnvart stjórnmálamönnum og að snúa við stjórnskipan sinni?
Þetta stjórnlagaþing er tíma- og peningasóun. Væri ekki nær að setja þá fjármuni sem eyða þarf í þessa vitleysu í t.d. heilbrigðis- eða menntakerfið?
Helgi (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 13:32
"Heimótt", mikið er Hvumpinn fyndinn svo ekki sé talað um málefnalegur :D
Hjörtur J. Guðmundsson, 10.10.2010 kl. 16:24
Frosti er í stjórn Heimsksýnar, enginn framsýnn maður kýs þann amx
Barometer (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.