Fyrsta skrefið; ríkisstjórnin frá

Fyrsta skrefið til sátta er að ríkisstjórnin víki. Í því felst viðurkenning ríkisstjórnarinnar á umboðsleysi sínu. Fjöldamótmælin staðfesta að ríkisstjórnin er rúin trausti og á meðan hún situr er sem rauðri dulu sé veifað framan í almenning.

Eftir að ríkisstjórnin er farin frá verður sett á laggirnar starfsstjórn sem hafi umboð alþingis til að gera nauðsynlegustu ráðstafanir s.s. ganga frá fjárlögum.

Engin sátt verður í samfélaginu á meðan ríkisstjórn Jóhönnu Sig. situr.


mbl.is Mörður: Venjuleg pólitík er lömuð á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvaða lausn sérðu í því Páll? Veruleg hætta er á alvarlegri stjórnarkreppu ef vinstri stjórnin stekkur fyrir borð. Hákarlarnir myndu taka við og hér yrði aftur mjög harkaleg stjórn hægri manna sem myndu vera fljótir að snúa öllu við og leiða e.t.v. aftur glæframenn í atvinnulífið.

Eg segi NEI TAKK!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.10.2010 kl. 10:33

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Segðu JÁ TAKK -

´Það hafa allir lært af mistökunum - það má ekki hafa regluverkið sveigjanlegt - það eru alltaf einhverjir sem misnota það -

Já ef Sjálfstæðisflokkurinn tæki við aftur yrði strax mörgu snúið við - t.d. skattahækkunum og röngum ákvörðunum í fjármálum ásamt því að snúa við sinnuleysi gagnvart heimilum og fyrirtækjum - já og hjólum atvinnulífsins yrði komið í gang -

Vissulega yrði mörgu snúið við -og það er full þörf á því - strax.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.10.2010 kl. 10:45

3 identicon

Góðan dagin mosi!

Leiða glæframenn í atvinnulífið????

Hefur núverandi stjórn gert nokkurn skapaðan hlut til að hindra þetta fólk í áframhaldandi rekstri.  ....Á kostnað almennings jafnvel?  Sjá meðferð baugs og baugsmiðla??

Er einhver fjármálafurstinn í fangelsi?

Hefur ríkið látið til sín taka í lífeyrissjóðsmálunum?

T.d. lífeyrissjóður verkfræðinga þar stunduð voru afleiðuviðskipti svo fáránleg að ekki finnast önnur eins dæmi.  Og auðvitað með þúsunda milljarða tapi á kostnað lífeyrisþega þar?

Þessi ríkisstjórn gerir aðeins líf almennings erfiðara.  Og það með hjálp AGS.

Það er aðeins hægristjórnir sem standa í hárinu á AGS.  Sjá Ungverjaland.

Hvað gera sósíalistarnir í Grikklandi?  Hvað gera sósíalistarnir á Íslandi?

jonasgeir (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 10:59

4 identicon

..Leiðrétting,  þúsunda milljóna tapi..

Skiptir kanski ekki máli þegar tölurnar eru orðnar nógu stórar?

Það er menning vinstristjórnarinnar.  Icesave, einstaklingmiðaðar niðurfellingar skulda o.s.frv. .....

jonasgeir (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 11:15

5 Smámynd: kallpungur

Kjarni málsins er sá að þegar þeir aðilar sem nú sitja í ríkisstjórn gerðu hallarbyltingu þá lofuðu þeir að slá skjaldborg um fólkið í landinu. Nú hefur liðið langur tími og lítið áþreifanlegt komið frá þeirra herbúðum. Engin skjaldborg risin enn. Maður heyrir talað um tjaldborg og gjaldborg úti meðal almennings. Gífurlegar skatthækkanir hafa dunið á fólki sem ekki hefur efni á því að greiða af lánum sínum. Plástrarnir sem verið er að bjóða upp á duga fæstum, enda duga plástrar ekki á rofnar slagæðar. Bankar og ríki ganga hamförum í skulda innheimtu. Nú þegar uppboðafresturinn er að renna út kemur skellurinn fyrir alvöru, og fólk er vonsvikið og reitt. Verkefnið sem þessi ríkisstjórn stendur frammi   fyrir er gríðarlegt það á enginn að draga úr því, en því miður virðist hún ekki valda því. Eina lausnin miðað við núverandi ástand er því miður þjóðstjórn eða kosningar.

kallpungur, 5.10.2010 kl. 11:39

6 identicon

Vinstri stefnan sem hér ríkir er eymdarstefna sem gengur aldrei upp, hefur hvergi gert og mun ekki. Kosningar strax, eftir hreingerningar innan flokkanna, Sjálfstæðisflokkinn til valda ásamt borgaraöflunum, verðmætasköpun og atvinnu fyrir alla á stundinni, setja allt í gang sem vinstri hörmungin hefur stoppað í sinni trúvillu, höfum og eigum allt sem til þarf, BURT MEÐ SÓSÍALINN.

Guðmundur Jónsson (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 12:08

7 identicon

Það væri ágætis byrjun ef að þingmenn og aðrir sem hafa með almanna hagsmuni að gera beint eða óbeint, færu að temja sér það að segja sannleikann. Það virðist vera einhvað "trend" að þeir sem sitja fyrir svörum í fréttuatímum og eða umræðuþáttum að segja í besta falli einhvern hálfsannleika ef það þjónar einhverjum raunverulegum eða ýminduðum hagsmunum.

Dæmi; fréttamaður ríkissjónvarpsins sat fyrir Jóni Ásgeiri við heimili hans um það leiti sem"Baugsmálið" var í algleymi. Hún spyr hann á hverju Baugur hafi tapað vegna rangra ákvarðana hans.

Svarið fékk hún strax "Baugur hefur ekki tapað neinu vegna minna ákvarðana."

Það er einsog fólk segi ósatt alveg hreint ósjálfrátt, einsog það sé nánast alltaf fyrsti kostur.

Afherju var svarið ekki tildæmis þetta, "ykkur kemur það hreinlega ekki við, þetta er einkafyritæki."

Ég meina það er verið að koma fram við fullorðið fólk einsog börn, alla virka daga ársins út um allt!

Hefði maðurinn tildæmis átt að skreppa inn og sækja bókhaldið og benda á hitt og þetta sem betur hefði mátt ganga í rekstrinum eða?

Hvernig væri bara það að við færum að umgangast hvort annað einsog fullorðið fólk og láta af lygunum hvort við annað?

nfan (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 17:05

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það er mikill barnaskapur að ætla að unnt sé að leysa öll vandamál heims með nokkrum yfirlýsingum. Ríkisstjórnin er auðvitað ekki alvitur og því má alltaf reikna með að ekki gangi allt upp. Stjórn efnahagsstjórnunar hefur gengið fram úr öllum vonum en auðvitað hefur sitt hvað farið úrskeiðis varðandi bankana. Þar hafa hægri menn verið við stjórnvölinn og reyna að efla gremju með sem mestum árangri til að grafa undan ríkisstjórninni.

Við þurfum að beina reiði okkar gegn bönkunum ekki ríkisstjórninni því á þeim bæ hefur verið unnið hörðum höndum að greiða sem mest úr vandræðunum. Í bönkunum hafa verið felldar niður skuldir braskara milli 50 og 60 milljarða sem er óskiljanlegt.

Ef hægri mönnum tekst að grafa undan vinstri stjórninni er alveg ljóst að hér verði últra hægri stjórn sem færir alveg byrðarnar með enn þyngri álögum á alþýðu til hagsbóta þeim sem betur mega sín að ógleymdu bröskurunum. Hætt verði við rannsókn á bankahruninu og ákæran á hendur Geir Haarde verður afturkölluð.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.10.2010 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband