Þorsteinn Pálsson, Baugssyndir og auðrónar

Þorsteinn Pálsson fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins gekk í þjónustu Baugs þegar Jón Ásgeir beitt öllu sínu fjölmiðlaveldi til að sannfæra alþjóð að Davíð Oddsson forsætisráðherra misbeitti opinberu valdi til að klekkja á heiðarlegum kaupsýslumönnum - eins og Jóni Ásgeiri. Þorsteinn skrifar sem sekur maður  í dag í Fréttablaðinu

Þeir sem skynja að þeir bera ábyrgð á ómálefnalegri, órökrænni og ósanngjarnri niðurstöðu byrja smám saman að verja samvisku sína með því að ala á hatri gagnvart þeim sem þeir beittu órétti og öllum sem málstað þeirra tóku.

Þorsteinn er því miður ekki nógu stór í sniðum til að játa þjónkun sína við ógeðfelldustu útrásaröflin og skelfilegar afleiðingar fyrir íslenskt samfélag. Hann ásamt félögum í auðrónadeild Sjálfstæðisflokksins reynir að gera Vinstrihreyfinga grænt framboð að höfuðsyndara eftirmála útrásar.

Þorsteinn og auðrónarnir s.s. Guðlaugur Þór, Þorgerður Katrín og Ólafur Stephensen reyna koma sér í mjúkinn hjá Sjálfstæðisflokknum á ný með því að gerast verjendur Geirs H. Haarde og kenna Vg um ofsóknir.

Hatrið frá Þorsteini Páls og félögum á að byggja brýr milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Verði þeim að góðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Er það ekki kennslubókardæmi í sálfræðinni að fólk hati mest þá sem þeir hafa beitt órétti?

Það lögmál hlýtur að gilda jafnt í pólitík sem daglegu lífi.

Kolbrún Hilmars, 2.10.2010 kl. 20:08

2 Smámynd: Oddur Ólafsson

Þorsteinn Pálsson var pasturslítill undirteppasópur sem ráðherra.

Hann fékk m.a. biskupsmál inn á sitt borð, og hvað gerði hann?

Hann Haarderaði.

Og síðan er verið að spurja hann álits á landsdómnum.  Það var þá álitsgjafi í lagi eða hitt þó heldur.

Oddur Ólafsson, 2.10.2010 kl. 22:44

3 identicon

Þetta er einn klúbbur samtryggingar stjórnmálamanna. Sést best á meðgjöfinni til Halldórs Ásgrímssonar og aðstoðinni við Bjarna og Sjóvá.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband