Ríkissósíalismi eða markaðssamfélag

Öflugasti ríkissósíalisti síðari ára kemur úr Sjálfstæðisflokknum og heitir Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Hann setti sér sósíalískt markmið um að fjölga bæjarbúum og notaði opinbert fé í atvinnusköpun handa nýbúunum. Í góðum anda ríkissósíalisma makaði Árni krókinn sjálfur, tók kúlulán sem hann stendur ekki undir.

Þegar þingmenn Sjálfstæðisflokksins ríða um héruð og krefjast virkjana eru þeir að reka ríkisósíalisma þar sem atvinnusköpun er gerð úr almannagæðum og með tilskipunum ofanfrá.

Einhversstaðar í bókum sjálfstæðismanna á að vera til hugtak sem heitir markaðssamfélag. Í slíku samfélagi leggur ríkisvaldið almennar leikreglur en borgararnir sjálfir búa sér til atvinnutækifæri.

Vinstristjórn Jóhönnu Sig. þekkir hvorki haus né sporð á atvinnulífinu. Má ekki biðja um að stjórnarandstaðan hafi eitthvað til málanna að leggja? Þó ekki nema væri í formi uppkasts.

 


mbl.is Fjárlögin uppkast fremur en stefnumörkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband