Spretthlaupið sem ríkisstjórnin tapar

Ríkisstjórnin og mótmælendur við Austurvöll eru í kapphlaupi um hver skilgreinir stöðuna í íslenskri pólitík. Fyrirfram, ef horft er á liðsuppstillingu, er ríkisstjórnin með óendanlega mikið forskot. Í ríkisstjórn situr fólk hokið reynslu, Jóhanna Sig. Össur og Steingrímur J. Þau hafa hvert um sig alla burði til að skilgreina stöðuna. En þau bara geta það ekki, eru klúless eins og álfur út úr hól.

Á hinn bóginn er mótmælahreyfingin sem er sjálfsprottin og veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga. Veit þó eitt fyrir víst; það er skítalykt af alþingi og þeir sem þar sitja eru betur komnir annars staðar.

Spretthlaupið um skilgreininguna er dæmt til að fara á einn veg. Mótmælendur sigra. Spurningin er aðeins hvort það verður fyrir eða eftir áramót.


mbl.is Óánægja vegna skuldavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er að koma í ljós hvað það þýddi að vinna svo duglega á móti öllu sem gæti kallast almenn eða flöt niðurfelling skulda.

Einungis þeir sem skulda yfir 1000 milljónir fá persónulega aðstoð í bankakerfinu.  

Þetta var auðvitað borðleggjandi hjá þeim sólbrúna og Steingrími.

Því miður.

jonasgeir (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband