Föstudagur, 1. október 2010
Bankar derra sig í skjóli vinstristjórnar
Byr sparisjóður er dautt útrásargóss sem ekki er í neinum tengslum við samfélagið enda gagngert stofnaður til að svíkja og svindla með. Byr er alfarið í eigu og á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Í fyrradag lagði bankastjóri annars ríkisbanka, Landsbankans, til sameiningu við Byr. Hvað segir Byr-stjórinn? Nei, takk, ég hef ekki áhuga á sameiningu.
Slappleiki vinstristjórnarinnar gagnvart bankakerfinu er annað tveggja átakanlegt dæmi um sljóleika á fjármálastarfsemi eða einbeittur vilji til að koma upp svikabatterí á ríkisframfæri, þangað sem hægt er að senda soltnar bitlingahjarðir vinstriflokkana.
Að halda lífi í Byr er sambærilegt við gera Jón Ásgeir að heiðursfélaga Viðskiptaráðs.
Bankamenn fimmtungi of margir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.