Geir og Brown saman á sakabekk?

Dálkahöfundur Telegraph segir koma til greina að efna til réttahalda yfir Gordon Brown fyrrum forsætisráðherra Breta fyrir sambærilegar sakir og bornar eru á Geir H. Haarde. Jeremy Warner telur vanrækslusyndir Brown fyllilega sambærilegar við íslenska ráðherrans. Þótt stríðsglæpir Tony Blair, forvera Brown, sé alvarlegir skyldi enginn vanmeta alvöru efnahagsglæpa Brown.

Warner segir Brown eiga sér mikilvægar málsbætur. Í fjármálaráðherratíð sinni kom hann í veg fyrir að Bretar tækju upp evruna sem um það bil er að leggja í rúst efnahagskerfi Írlands, Grikklands, Spánar og Portúgal.

Geir er með sambærilegar mildandi kringumstæður; hann stóð gegn kröfum Samfylkingar um hraðferð inn í Evrópusambandið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband