Brusselpeningar betri en íslenskir

Peningar sem koma frá Brussel til landsbyggðarinnar á Íslandi eru betri en fjármunir sem íslensk stjórnvöld ákveða að veita til byggðamála, sagði Anna Margrét Guðjónsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar á opnum fundi um Evrópumál í hádeginu í dag á Kaffi Sólon. Anna Margrét sagði Evrópusambandið tryggja að ,,misvitrir stjórnmálamenn" í höfuðborgum kæmust ekki upp með að eyðileggja það góða starf sem embættismenn ynnu í þágu landsbyggðar vítt og breitt um álfuna.

Anna Margrét sagðist hafa starfað í Brussel um árabil og engum datt í hug að rengja hana. Málflutningur hennar gengur út á að Íslendingum sé betur borgið með að íslensk málefni sé ráðin til lykta í Brussel fremur en í Reykjavík.

Mottó Samfylkingarinnar: Allt er betra í útlöndum og því ættum við að fara með helstu mál okkar þangað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Innlimunarsinnar þykjast hafa lausn á vanda íslenzks landbúnaðar innan ESB: að við gætum fengið samning um sérstyrki við landbúnaðinn, t.d. með hliðsjón af því, að "85% Finnlands var skilgreint sem harðbýlt svæði" í ESB, jafnvel allt Finnland, eftir inngönguna, en ESB er með styrki til harðbýlla svæða (Least Favoured Area, LFA), gætu þeir sagt og vitnað áfram í þessi orð*: "Þess má vænta að allt Ísland verði flokkað sem harðbýlt svæði." – Það er alveg rétt, en þeir mega ekki gleyma að bæta þessu við um þá styrki til harðbýlla svæða: "Í Finnlandi greiðir ESB um 30%

þeirra." – Mótframlag, 70%, þarf nefnilga að koma frá finnska ríkinu! – og eins væri um það hér. En þá væru ESB-sinnarnir heldur betur orðnir meðmælendur ríkisstyrkja (íslenzkra) til landbúnaðarins!

Evrókratarnir (Jón Baldvin og andlegir afkomendur hans), sem HNEYKSLAZT hafa á styrkjum íslenzka ríkisins til landbúnaðar hér á landi, eru sem sé alveg til í að láta okkur borga slíka styrki (70% af þeim, meðan Brusselbatteríið fær að borga bara 30% af þeim), ef það er bara eftir innlimun í evrópska stórríkið! Sjálfum þér samkvæmir eða hvað?!

"Sérlausnir" ESB á þessu sviði kosta það og hin einstöku ríki þess (og eins yrði um Ísland) sáralítið sem ekkert, en enginn yrði heldur gróðinn af þessu, enda færu árgjöldin til Brussel fram úr öllum ríkisstyrkjum og uppbótum okkar til landbúnaðarins.

ALLT ÖÐRU MALI GEGNIR MEÐ AUÐUGUSTU FISKIMIÐ EVRÓPU, Í FISKVEIÐILÖGSÖGU OKKAR, það yrði okkur dýrkeypt spaug að gangast þar undir klafa Evrópubandalagsins. Ekki munu t.d. Spánverjar, með yfir 350 úthafsveiðitogara sem sárvantar verðug viðfangsefni, auðveldlega fást ofan af ágirnd sinni í þessi mið. En sú ágirnd staðfestist t.d. í orðum ráðamanna þeirra HÉR! og einnig HÉR!!!.

Minnumst þess, að ráðherra Spánar í ráðherraráði ESB í Brussel fengi þar (frá og með 2014) 130 sinnum meira vægi en íslenzki ráðherrann. (Brezki ráðherrann fengi þar 205 sinnum meira vægi en okkar maður.)

* Heimild: Tengsl Íslands og Evrópusambandsins, með undirtitlinum "Skýrsla Evrópunefndar um samstarfið á vettvangi EES og Schengen og um álitaefni varðandi hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu", Rv. 2007, bls. 79 og 106.

Jón Valur Jensson, 28.9.2010 kl. 14:38

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

... sjálfum sér samkvæmir ... Afsakið augljósar ásláttarvillur (í flýti skrifað).

Jón Valur Jensson, 28.9.2010 kl. 14:42

3 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Jón Valur, þú segir Finna sjálfa borga 70% og ESB 30% af styrkjum. En hvaðan fær ESB þessi 30% til að borga Finnlandi? Er ekki líklegt að Finnland borgi miklu meira í ESB millifærslukerfið en það fær út?

Frosti Sigurjónsson, 28.9.2010 kl. 21:46

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, Frosti, ég sagði líka: "en enginn yrði heldur gróðinn af þessu, enda færu árgjöldin til Brussel fram úr öllum ríkisstyrkjum og uppbótum okkar til landbúnaðarins," og þeim mun femur færu þau fram úr þessum 30 Brussel-prósentum norðurslóðastyrkjanna.

Jón Valur Jensson, 28.9.2010 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband