Þjóðaratkvæði um framhald ESB-málsins

Könnun í sumar sýndi meirihluta fyrir því að draga tilbaka umsóknina um aðild að Evrópusambandinu. I dag birtir Fréttablaðið könnun sem segir meirihluta fyrir því að ljúka viðræðum. Boðuð tillaga Vigdísar Hauksdóttur og Höskuldar Þórhallssonar þingamanna Framsóknarflokksins um að við göngum til þjóðaratkvæðis um hvort ESB-ferlinu skuli haldið áfram hlýtur að vera sanngjörn málamiðlun milli aðildarsinna og fullveldissinna.

Þjóðin fékk ekki tækifæri til að segja hug sinn hvort umsókn skyldi send. Áætlun Samfylkingarinnar var að ljúka málinu með hraði en það hefur ekki gegnið eftir.

Samninganefnd Íslands er með veikt umboð, svo ekki sé meira sagt. Með því að setja málið í þjóðaratkvæði verður hægt að fá skorið úr raunverulegum vilja þjóðarinnar um að sækja um aðild að Evrópusambandinu.


mbl.is Meirihluti vill ljúka viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

80% af þjóðinni vill sjá hvað er í boði. Til hvers að greiða atkvæði um það? 10% vill ekki ganga í ESB sama hvað er í boði og hin 10% eru þau sem vilja ganga í ESB og stuðla að góðum samningum.

Ég á erfitt með skilja andstæðinga ESB sem vilja ekki ganga í ESB og vilja ekki halda áfram umsóknarferlinum. Hvað er svo hættulegt með aðildarumsókn og samningsferlið? Treysta þeir ekki þjóðinni til að velja rétt í atkvæðagreiðslu um aðild?

Guðlaugur Hermannsson, 28.9.2010 kl. 08:45

2 identicon

Olli Rehn sagði svona um það bil;  " Það er ekkert í boði.  Alls ekki neitt annað en aðild að Evrópusambandinu".

Er það ekki nóg fyrir flest skynsamt fólk?

Evrópusambandið gengur ekki í Ísland.  

jonasgeir (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 08:53

3 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Jonasgeir. Ekkert í boði? Ég hélt að ESB færði öllum Íslendingum jólagjöf á jólunum og gott veður á sumrin?

Guðlaugur Hermannsson, 28.9.2010 kl. 08:58

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Guðlaugur, það væri fróðlegt að sjá skoðanakönnunina sem þú byggir fyrri athugasemdina þína á. Hún hefur því miður farið framhjá mér.

Hjörtur J. Guðmundsson, 28.9.2010 kl. 09:49

5 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Þetta er svona týpisk tölfræði sem er dregin uppúr þurru lofti hjá honum Guðlaugi,   hver sem er getur gert þetta.  Sjáðu bara.

Það eru svona 37% sem eru óákveðnir og vilja sjá þennan samning, 40% sem vilja ekki ganga í ESB og 23% sem vilja ganga í ESB.

Jóhannes H. Laxdal, 28.9.2010 kl. 10:52

6 Smámynd: Elle_

Hvað nákvæmlega ætli Guðlaugur og hinir vilji þarna inn??  Það er ekki neitt þangað að sækja.

Elle_, 28.9.2010 kl. 11:30

7 identicon

Augljóst.

Þau hagnast á þessu á meðan almennir Íslendingar tapa.

geir (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 12:57

8 Smámynd: Vendetta

Guðlaugur. Það er búið að slá því föstu af embættismönnum ESB, að það er ekki hægt að sjá hvað er í boði nema eftir að gengið hafi verið frá aðild.  Það er ekki hægt að velja og hafna eftir vild, en þegar aðlögunarferlnu, sem hófst þegar umsóknin var afhent, lýkur eftir nokkur ár, heldurðu að þá sé hægt að segja: Nei, takk. Þetta er ekki það sem við vildum. ?

Það er hægt að sjá hvað er í boði án þess að sækja um. Það er nóg að lesa lög, reglur og sáttmála sambandsins (allar 90.000 bls.), þmt. Lissabon-sáttmálann og draga réttar ályktanir út frá því. Ef Ísland verður aðildarríki, þá er það ekki það fyrsta, og mjög vafasamt að íslendingar fái neina sérmeðferð. Fyrir utan augljósan missi á sjálfstæði, þá er vafasamt að kostirnir verði betri en ókostirnir. Þótt ekki sé hægt að líkja Danmörku beint við Ísland, þá er hægt að draga einhverjar ályktanir af hvernig hefur farið þar:

Danmörk hefur hafnað evrunni. Samt hefur ESB rétt til að skipta sér af fjárlögum sem eru lögð fyrir danska þingið. Þetta heftir svigrúm núverandi og komandi ríkisstjórna. Þetta mun einnig gerast hér á landi. Í nokkur ár áður en hægt sé að innleiða evruna eða bindingu krónunnar við evruna, verða gríðarlegir niðurskurðir hér á land, þar eð bindingin krefst í mesta lagi 3% fjárlagahalla miðað við GNP.

Ríkið má ekki setja lög um neyzluskatta, þar eð endurheimting virðisaukaskatts er beintengt greiðslu til ESB. Þetta var reynt í Danmörku, en fékk hótun um að verða dregið fyrir ESB-dómstólinn. Þá var virðisaukaskattur hækkaður í staðinn. Hér á landi mun allur virðisaukaskattur þess vegna hækka upp í 25%-30% til að mæta þessu.

Fjölmörg smærri býli fóru í gjaldþrot þrátt fyrir landbúnaðarstyrki frá ESB. Þessi býli voru tekin yfir af nágannabýlum. Ólíkt því sem áður var, þá einkennist landbúnaður í Danmörku í dag af mjög stórum landbúnaðarjörðum og ásæknum landbúnaðarháttum (intensivt landbrug), og þannig býli gátu lifað af. Hér á landi eru mjög fá stórbýli og hvergi er ásækinn landbúnaður. Stjórnum aðildarríkjanna er bannað að veita framleiðslustyrki (nema þýzku stjórninni, sem hefur mest völd innan ESB), þannig að allir ákvarðanir um landbúnaðarhætti á Íslandi verður í samræmi við landbúnaðarstefnu ESB.

Í Danmörku urðu verðhækkanir á neyluvörum fljótlega eftir að aðild var frágengin þrátt fyrir loforð Jens Otto Kragh (Socialdemokratiet) um hið gagnstæða. Þetta átti sér líka stað í Svíþjóð og Austurríki. Það er nefnilega ekki gefið mál, að vöruverð hér á landi lækki fyrstu árin eftir aðild, eins og ESB-sinnar halda fram.

Í Danmörku varð gríðarlega mikið atvinnuleysi meðal sjómanna þegar fiskveiðilögsagan var opnuð fyrir öðrum fiskveiðiþjóðum og fiskurinn nánast hvarf úr Kattegat. Danska stjórnin hafði ekkert um þetta að segja og allar tilraunir fyrir 15 - 20 árum til að semja um aukakvóta voru hunzaðar. Einkum var viðhorf þýzka sjávarútvegsráðherrans á þann veg að það mætti halda að Þriðja ríkið væri enn við lýði. Hér á landi munu íslenzkar útgerðir sennilega fá stærri kvóta á Íslandsmiðum en aðrar þjóðir, en samt aðeins lítinn hluta af þeim veiðiheimildum sem þær hafa í dag.

Atvinnuleysi í iðnaði varð mikið í Danmörku eftir inngöngu Svíþjóðar í ESB. Eins og allir vita, þá eru sænsk fyrirtæki mikið öflugri fjárhagslega en flest dönsk. Sænskar samsteypur keyptu upp hverð fyrirtækið á fætur öðru í Danmörku, bæði í landbúnaðarvöruframleiðslu, pappírsiðnaði, trésmiðjur og sykurverksmiðjur. Sum framleiðsla var flutt til Svíþjóðar, öðrum var hreinlega lokað. Sem dæmi um það síðarnefnda, þá keypti (yfirtók) sænsk-finnskur pappírsframleiðandi tvær sjálfstæðar pappírsverksmiðjur sem voru í samkeppni og lokuðu annarri. Sama gerðist í sambandi við sykurrverksmiðjur. Þetta gátu þessi sænsku fyrirtæki ekki gert áður en það varð aðili að ESB, og heldur ekki ef Danir væru ekki aðilar. Það er erfitt fyrir íbúa heils landshluta eins og Lolland að sjá allan atvinnurekstur leggjast af vegna samkeppni innan ESB. ESB-sinnar myndu segja: "Og hvað með það? Kaupið hefur bara verið og hátt, skattarnir of háir eða óhagstæður rekstur." Ég minni á að nær engin fyrirtæki á Íslandi eru samkeppnishæf á evrópskum markaði vegna smaæðar. Þess vegna munu öll íslenzk fyrirtæki og einhverjar landbúnaðarjarðir með mjólurkvóta verða keyptir af fjársterkum aðilum innan ESB. Íslenzka ríkinu verður lóðrétt bannað af ESB að styrkja íslenzka framleiðslu, eins og gert hefur verið hingað til.

En, eins og íslenzkir ESB-sinnar þreytast aldrei á að benda á, þá fengu Danir náðarsamlegast að viðhalda banni sínu við beinum kaupum erlendra aðila að dönskum sumarbústöðum. En þetta er víst eina undanþágan frá þúsundum af ESB-reglum. (Ég vil taka það fram, að án þessa banns væru allir sumarbústaðir á józku ströndinni í eigu Þjóðverja, alveg eins og helmingurinn af allri strandlengju Mallorca er í raunverulegri eigu Þjóðverja). Hvaða undanþágur gætu Íslendingar fengið, og sem Össur kemur heim með sigri hrósandi? Eitthvað lítilvægt, sjálfsagt. 

Vendetta, 28.9.2010 kl. 13:55

9 Smámynd: Vendetta

Í sambandi við að íslenzk fyrirtæki væru ósamkeppnishæf á ESB-markaði, gleymdi ég að segja, að þau fáu fyrirtæki sem ekki færu í gjaldþrot yrðu keypt upp af fjársterkum aðilum innan ESB.

Þótt Ísland sé meðlimur af EES, þá hefur ríkið og samkeppniseftirlitið enn samt eitthvað að segja hvað varðar kaup erlendra aðila. En eftir aðild (og þetta er mikilvægt) er það ESB sem ákveður hvað sé markaðsráðandi staða og hvað ekki.

1. Samkeppniseftirlit ESB skiptir sér ekki af samruna og yfirtöku fyrirtækja, ef heildarveltan er undir vissu lágmarki, sem er mikið hærri en nokkuð fyrirtækis hér á landi. Þannig er opin leið til yfirtöku erlendra fjölþjóðafyrirtækja á íslenzkum fyrirtækjum og öllum útboðum með samkeppnishamlandi aðferðum, t.d. undirboðum.

2. Markaðsráðandi staða miðast við allan innri markað ESB. Þannig getur eitt fyrirtæki (t.d. Alleiniger Besitz GmbH) fræðilega átt öll fyrirtæki og framleiðslu á Íslandi, en samt haft hverfandi lítinn markaðshluta innan ESB.

Vendetta, 28.9.2010 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband