Mánudagur, 27. september 2010
Hrunráðherrar komnir út í horn
Landsdómur mun hlýða á málsbætur þeirra ráðherra sem verða ákærðir vegna vanrækslu í aðdraganda hrunsins. Röksemdir sem þegar hafa komið fram, m.a. að þeir hefðu ekki getað komið í veg fyrir hrunið, eru veigalitlar. Það hefði mátt takmarka tjónið ef gripið hefi verið í taumana.
Annað tilbrigði við sama stef er að aðrir hefðu gert það sama í sporum Geirs, Ingibjargar Sólrúnar, Árna og Björgvins G. Maður með byssu í hendi með volgt lík fyrir fótum sér gæti reynt slíka afsökun en fáir myndu veðja á 'ana.
Dómgreindarleysi, hugleysi, óendanleg löngun til að láta bankamenn ljúga að sér og kannski tónleikar Sex pistols eru nærtækar skýringar. Landsdómur verður umræðuvaki um valdamenn og ábyrgð þeirra.
Alvarleg vanræksla og stórkostlegt gáleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.