Mánudagur, 27. september 2010
Evrópuherinn aftur á dagskrá
Franski varnarmálaráđherrann Hervé Morin krefst aukinnar evrópskrar samvinnu á sviđi hernađar- og varnarmála til ađ Evrópusambandiđ geti haldiđ sínu gagnvart herveldum eins og Bandaríkjunum og Kína. Á fundi varnarmálaráđherra Evrópusambandsríkja á föstudag var lýst áhyggjum yfir niđurskurđi til hermála hjá einstölum ríkjum og rćddar leiđir til ađ bćta ţađ upp međ samvinnu.
Hernađarsamvinna Evrópusambandsríkja byggir m.a. á Lissabon-sáttmálanum sem veitir heimild fyrir hervćđingu og Sankti Malo-yfirlýsingu forsćtisráđherra Frakklands og Bretlands áriđ 1998. Ţar segir m.a.
The Union must have the capacity for autonomous action, backed up by credible military forces, the means to decide to use them and a readiness to do so, in order to respond to international crises.
Evrópusambandiđ veit sem er ađ hernađarmáttur er lykilatriđi fyrir stórveldi.
Athugasemdir
Ţađ verđur ekki amalegt ađ geta/verđa ađ senda börnin í alvöru her!! :-(
jonasgeir (IP-tala skráđ) 27.9.2010 kl. 17:45
Ţetta blađur um evrópskan her er nánast fyndiđ ef aldursdreifing íbúa Evrópu er höfđ í huga. Nú ţegar er komin upp veruleg vandamál vegna aldurssamsetningar og fyrirséđ ađ húsnćđisverđ muni hríđfalla víđa í Evrópu vegna aldurssamsetningar íbúanna. Ţeir sem ungir eru verđa ekki endilega tilbúnir til ađ borga himinháa skatta vegna lćkniskostnađar og annars slíks sem fylgir rosknu fólki né heldur ţjóna í slíkum her.
Hermáttur er eitt, vilji til ađ nota hann er enn annađ. ESB hefur ekki stađiđ sig vel varđandi ţađ ađ leggja til hermenn í t.d. Afganistan. ESB er pappírstígrisdýr og Evrópa hefur séđ sínu glćstu daga, nú liggur leiđin sífellt hrađar niđurá viđ :-( Ţetta tal um her er tal manna međ minnimáttarkennd sem ćttu ađ vita betur. Hernađarbrölt kostar líka verulega fjármuni og ţá verđur erfitt ađ finna nú sem endranćr.
Helgi (IP-tala skráđ) 28.9.2010 kl. 15:27
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.