Reykjanesbær fái nýja kennitölu

Ekki ómerkari menn en Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi í Fons hafa leikið þann leik margsinnis og sömuleiðis ráðgjafafyrirtækið Capacent nú nýverið. Ný kennitala skapar nýja möguleika til að hafa allt óbreytt nema skuldirnar sem hverfa. Hvers vegna ættu sveitarfélög á barmi gjaldþrots ekki að nýta sér þennan möguleika. Tillaga hefur komið fram að Reykjanesbær geri eftirfarandi

Hafnir verða aftur gerðar að sérstöku bæjarfélagi og halda eftir kennitölu Reykjanesbæjar. Skuldir Reykjanesbæjar verða þannig eftir í hinu endurreista bæjarfélagi en Reykjanesbær fær brakandi nýja kennitölu. Íbúar Hafna, sem eru eitthvað um hundraðið, verða svo fluttir í auðar íbúðir í Innri-Njarðvík og lánadrottnar Reykjanesbæjar verða að gera sér að góðu eyðibyggðina sem eftir situr. Einfalt!

Þeir Styrmir Barkarson og Hilmar Kristinsson skrifa undir þessa tillögu sem birtist í Víkurfréttum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband