Bjarni Ben. fiskar í gruggugu vatni

Íslensk pólitík er gruggugt vatn um þessar mundir og tækifæri til að fiska fyrir áræðna stjórnmálamenn. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki gefið sig út fyrir að tiltakanlega hugrakkur enda heykst á því að taka málstað almennra flokksmanna gegn hrófatildrum útrásar í þingflokknum.

Fréttir um að Bjarni Ben. geri hosur sínar grænar fyrir Samfylkingunni gæti verið leiftursókn til að sprengja upp þráteflið á alþingi vegna yfirvofandi kæru á fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokk og Samfylkingar.

Bjarni hyggur það sniðuga taktíka að skapa óróa hjá Vg til að fá ráðherrakærurnar felldar niður.

Annars eru þeir Ögmundur og Steingrímur J. húmoristar og gætu leyft Bjarna Ben. að leiða hrunflokkana til valda á ný. Bjarni Ben. verður að passa sig að setja ekki í stærri fisk en hann ræður við.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algerlega sammála þér hér, sem áður. Gæti trúað að sá gjörfulegi gæti hæglega misst gæfuna endanlega við skoðun á gjörningum við Sjóvá, sem eru í pípunum hjá EU. Varðandi húmor Ögmundar og eða Steingríms held ég að þar sé ekki um hátt flug að ræða, í mesta lagi það sem Íslensk flugrolla kæmist hæst, þegar hún fer í skrúfustökki yfir girðingu.

Robert (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 00:15

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það getur enginn fyllt skarð Davíðs þarna hversu myndarlegir á velli þeir eru....

Baldur Fjölnisson, 24.9.2010 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband