Fimmtudagur, 23. september 2010
Aðlögunin er andlýðræðisleg
Aðlögunarferlið sem umsókn Samfylkingar til Brussel um aðild Íslands að Evrópusambandinu er andlýðræðisleg. Aðlögunarferlið felur í sér að Ísland lagi sig að 90 þúsund blaðsíðna regluverki Evrópusambandsins áður en þjóðin fær að taka afstöðu til þess hvort hún vilji ganga inn í sambandið.
Í frétt RÚV, sem ekki er þekkt fyrir andstöðu við aðild að ESB. segir
Ef fram fer sem horfir verði þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild marklaus enda verði búið að innleiða regluverk Evrópusambandsins hér á landi áður en til hennar kemur.
Þarf frekari vitnanna við?
Athugasemdir
En hvað með aðildina að EES? Er öll sú aðlögun og upptaka á reglugerðum, sem þeirri aðild fylgir, andlýðræðisleg?
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 18:47
Í fréttinni sem þú vitnar til er verið að segja frá mati Bændasamtakanna og rætt er við formann samtakanna. Rúv hefur að sjálfsögðu ekki skoðun á málinu heldur segir Rúv frá ólikum skoðunum og reynir að skýra málið.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 19:09
Svavar, EES-samningurinn er með lýðræðishalla og sú staðreynd er varla rök fyrir aðlögunarferlinu.
Páll Vilhjálmsson, 23.9.2010 kl. 19:16
Tilskipanir ESB verða ekki sjálfkrafa og umræðulaust að hluta EES samnings og þar með hluti af íslensku lagasafni. Allar tilskipanir þarf að aðlaga séríslenskum aðstæðum. Hins vegar er ljóst að ef Ísland væri aðili að ESB myndi landið geta beitt sér í Norður Evrópska hópnum við stefnumótun. Möguleikar Íslands til að hafa áhrif myndu aukast við inngöngu. Það sem skiptir máli er að mynda rétt bandalög. Smáríki geta haft áhrif eins og Baldur Þórhallsson stjórnmálaffræðingur hefur sýnt framá. Páll, að lokum . Rúv tekur ekki afstöðu í Evrópumálum.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 21:25
Hrafn, Íslendingar stjórna hér (100%) og geta tekið upp reglur eftir hentisemi , til hvers að ganga í ESB til að "hafa áhrif" (0,7%) á hvað gerist hér?
Njáll (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 22:29
Þú komst þessu vel til skila á ÍNN Páll.
Njáll (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 23:37
Ísland er fullvalda ríki. En landið hefur gert mikinn fjölda samninga við erlend ríki. Allir slíkir samningar takmarka möguleika okkar og annarra til að grípa til ráðstafana. Dæmi; skoskir sjómenn og þingmenn vildu setja löndunarbann á íslebsk fiskiskip vegna deilna um makríl. Eins og Friðrik J Arngrímsson benti á væri þetta brot á fjölmörgum samningum , m.a. EES samningnum. Smáþjóðir hafa áhrif með því að myndalög. Með þinni röksemdafærsalu ætti aldrei neinn að bjóða sig fram til þings. Hann er jú 1 á móti 62 og alltaf í vonlausum minnihluta.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 13:50
Fyrir þá sem hafa áhuga á skoðunum ungra fræðimanna er hér frétt: Ísland hefur tiltölulega oft fengið undanþágur og haft áhrif á stefnumótun ESB í gegnum EES-samstarfið, en innleiðir samt flestar reglur ESB, jafnvel þótt þær séu óþægilegar þjóðinni. Undantekningar eru helst gerðar þegar brýnir hagsmunir eru í húfi.
Þetta kom fram í máli Jóhönnu Jónsdóttur, doktorsnema í stjórnmálafræði við Cambridge-háskóla, í fyrirlestri á vegum Alþjóðmálastofnunar fyrr í mánuðinum.
"Ísland er að mörgu leyti að evrópuvæðast eins og aðildarríkin í ESB," segir Jóhanna. "Ég held meira að segja að ESB hafi meiri vigt til að koma fram breytingum á Íslandi og í öðrum EFTA-ríkjum en í aðildarríkjum ESB, vegna 102. greinar í EES-samningnum," segir hún og kveðst halda að áhrif Íslands myndu aukast við inngöngu í Evrópusambandið.
Greinn kveður á um að fella megi niður hluta EES-samningsins neiti ríki að innleiða löggjöf ESB. Þegar innleidd var borgaratilskipun um frjálsa för fólks innan landamæra ESB börðust Ísland og Liechtenstein gegn því. Þá var 102. grein beitt af ESB. Eigi aðildarríki ESB hins vegar mikilla hagsmuna að gæta kjósa þau stundum að greiða sektir frekar en innleiða óþægilegar reglur, segir Jóhanna. - kóþ
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.