Enginn skattur fyrir kvöldgrillið

Atvinnurekendur kvarta undan auðlegðarsköttum og finnst ótækt að þeir sem reka sjálfa sig sem einkahlutafélög fái ekki áfram að borga 15 prósent skatt á meðan launafólk borgar tvöfalt hærri skatta. Víðfleyg orð Hannesar Hólmsteins um að tiltekinn þjóðfélagshópur vilji græða á daginn og grilla á kvöldin eiga ágætlega við atvinnurekendur.

Reynslurökin eru ólygnust. Atvinnurekendur fengu í lok síðustu aldar og byrjun þessarar tækifæri til að hafa hlutina eftir eigin höfði; lágir skattar og lítið eftirlit. Afleiðingin birtist okkur í hruninu.

Ráðlegging til atvinnurekenda: Haldið kjafti og bætið fyrir skemmdarverkin sem þið unnuð á efnahagskerfinu á tímum útrásar.


mbl.is Skattastefnan gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hvaða skemmdarverk ertu að tala um?

Hefur Pústþjónusta Bödda eitthvað við hrunið að gera?

Þú  veist að þessi svokölluðu útrásarfyrirtæki eru mikill minnihluti af fyrirtækjunum sem settu landið á hausinn...... og öll þau fyrirtæki sem settu Ísland á hausinn eru sjálf komin í þrot.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.9.2010 kl. 11:57

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Er Vilhjálmur að tala fyrir hagsmuni Pústþjónustu Bödda? Er Böddi í Viðskiptaráði?

Páll Vilhjálmsson, 23.9.2010 kl. 12:40

3 identicon

Pústþjónusta Bödda á er ekki í Viðskiptaráði en meðal fyrirtækja sem eru í Viðskiptaráði eru:   Alprjón ehf, Bílasmiðurinn hf, Bæjarins bestu sf, Epal hf, Fönn ehf, Kaffitár ehf, Múlakaffi ehf, Skóli Ísaks Jónssonar og Útfararstofa Kirkjugarðanna.

Allt fyrirtæki sem augljóslega settu þjóðfélagið á hausinn í útrásinni.

Ragnar Valsson (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 16:24

4 identicon

Þrálát ósannindi þetta með 15%. Til að atvinnurekandi geti raunverulega komist í peningana þarf hann fyrst að borga 15% tekjuskatt og síðar 10% fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslum. Þannig er þessari 15% tölu haldið á lofti til að skekkja umræðuna.

Blah (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband