Fimmtudagur, 23. september 2010
Enginn skattur fyrir kvöldgrillið
Atvinnurekendur kvarta undan auðlegðarsköttum og finnst ótækt að þeir sem reka sjálfa sig sem einkahlutafélög fái ekki áfram að borga 15 prósent skatt á meðan launafólk borgar tvöfalt hærri skatta. Víðfleyg orð Hannesar Hólmsteins um að tiltekinn þjóðfélagshópur vilji græða á daginn og grilla á kvöldin eiga ágætlega við atvinnurekendur.
Reynslurökin eru ólygnust. Atvinnurekendur fengu í lok síðustu aldar og byrjun þessarar tækifæri til að hafa hlutina eftir eigin höfði; lágir skattar og lítið eftirlit. Afleiðingin birtist okkur í hruninu.
Ráðlegging til atvinnurekenda: Haldið kjafti og bætið fyrir skemmdarverkin sem þið unnuð á efnahagskerfinu á tímum útrásar.
Skattastefnan gagnrýnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvaða skemmdarverk ertu að tala um?
Hefur Pústþjónusta Bödda eitthvað við hrunið að gera?
Þú veist að þessi svokölluðu útrásarfyrirtæki eru mikill minnihluti af fyrirtækjunum sem settu landið á hausinn...... og öll þau fyrirtæki sem settu Ísland á hausinn eru sjálf komin í þrot.
Sleggjan og Hvellurinn, 23.9.2010 kl. 11:57
Er Vilhjálmur að tala fyrir hagsmuni Pústþjónustu Bödda? Er Böddi í Viðskiptaráði?
Páll Vilhjálmsson, 23.9.2010 kl. 12:40
Pústþjónusta Bödda á er ekki í Viðskiptaráði en meðal fyrirtækja sem eru í Viðskiptaráði eru: Alprjón ehf, Bílasmiðurinn hf, Bæjarins bestu sf, Epal hf, Fönn ehf, Kaffitár ehf, Múlakaffi ehf, Skóli Ísaks Jónssonar og Útfararstofa Kirkjugarðanna.
Allt fyrirtæki sem augljóslega settu þjóðfélagið á hausinn í útrásinni.
Ragnar Valsson (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 16:24
Þrálát ósannindi þetta með 15%. Til að atvinnurekandi geti raunverulega komist í peningana þarf hann fyrst að borga 15% tekjuskatt og síðar 10% fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslum. Þannig er þessari 15% tölu haldið á lofti til að skekkja umræðuna.
Blah (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.