Fimmtudagur, 23. september 2010
Hreiðar Már, Jón Ásgeir og Baugsmiðlar
Jón Ásgeir Jóhannesson eignaðist fjölmiðla í byrjun aldar til að stýra umræðunni í sína þágu annars vegar og hins vegar að auka völd sín gagnvart stjórnmálaflokkum. Stjórnmálamenn eru háðir fjölmiðlum og komast ekki í samband við kjósendur án þeirra. Björn Bjarnason skrifar ítarlega grein í nýjasta hefti Þjóðmála um vöxt fjölmiðlaveldis Jóns Ásgeirs.
Í grein Björns er m.a. rakið hvernig Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings hafði milligöngu um að Jón Ásgeir keypti árið 2004 Norðurljós (Stöð 2, Bylgjuna ofl.) af Jóni Ólafssyni sem kenndur er við Skífuna og var kominn með allt niðrum sig.
Viðskiptafélagsskapur Jóns Ásgeirs og Kaupþings hélt áfram og það var Kaupþing sem leyfði Jóni Ásgeiri að gera undarlegustu fléttur við hrunið til að bjarga eigin skinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.