ESB-kviksyndi Össurar

Össur Skarphéðinsson hefur logið okkur hálfa leið til Brussel á þeirri forsendu að hægt sé að efna til óskuldbindandi viðræðna við Evrópusambandið og efna til þjóðaratkvæðis um samninginn. Evrópusambandið býður aðeins aðlögunarviðræður þar sem umsóknarríki aðlagar sig jafnt og þétt að regluverki ESB. Í reynd þýðir þetta að umsóknarþjóð er smátt og smátt innlimuð í Evrópusambandið.

Í samantekt sem Evrópusambandið gaf út um aðlögunarferli segir berum orðum að umsóknarþjóðir eigi að taka upp 90 þúsund blaðsíður af regluverki.

First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable. (bls. 9, annar dálkur).

Samheitið ,,acquis" er notað um regluverk ESB. Það kemur aftur við sögu í bréfi framkvæmdastjórnarinnar frá í vetur um stöðu Ísland við upphaf aðlögunarferlis.

Efforts to align legislation with the acquis and to ensure its implementation and enforcement need to continue. Serious efforts will be required particularly in the areas of fisheries, agriculture and rural development, environment, free movement of capital, and financial services in order to meet the accession criteria.

Bændasamtökin hafa eins og fyrri daginn kannað málið ítarlega og vilja svör frá utanríkisráðherra um hvernig hann hyggst efna þau orð sín að engar breytingar verði gerðar hér á landi vegna viðræðna við ESB um aðild Íslands að sambandinu. 

Málflutningur Össurar gengur þvert á skýra og yfirlýsta stefnu Evrópusambandsins að umsóknarríki taki jafnt og þétt upp regluverk sambandsins á meðan að aðlögunarferlinu stendur. Hvort ættum við að trúa Össuri og yfirlýstri stefnu Evrópusambandsins?

 


mbl.is Vilja að staða landbúnaðar í ESB-samningaferli verði skýrð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Þetta er landráð sem verður að stoppa!

Benedikta E, 22.9.2010 kl. 22:24

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Burt með Össur og burt með ríkisstjón ESB.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2010 kl. 22:36

3 identicon

Össur utanríkis sagði að Jón landbúnaðar hefði ekki lesið heima. Sá sem les pappírinn sem hlekkjað er í hér að neðan, hlýtur að velta mjög fyrir sér hvort Össur hafi yfir höfuð kynnt sér þau skjöl sem vistuð eru á heimasíðu hans eigin ráðuneytis og voru lögð fram 27. júlí í Brussel.

http://www.utanrikisraduneyti.is/media/esb/27072010-ESB-statement-isl.pdf 

Baldur (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 00:23

4 identicon

Fjöldinn allur af landsmönnum áttar sig orðið á því að fjórflokkurinn er eitt samdauna apparat, úrkynjað, rotið, ömurlegt, hefur ekkert fram að færa, engu á að breyta.   Enginn vilji er heldur til þess að skera burt meinvarpið sem nærir krabbamein þjóðarlíkamans. Hér vill enginn lengur vera, nema æxlin sjálf sem nærast á ástandinu. Hvað skal til bragðs taka?   Lausnin gæti verið í sjónmáli, en fyrst þarf að opna fyrir skímu inní myrkan afdalinn.

Robert (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 02:54

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Já og hann er á fullu við þetta meðan vinstra liðið hamast á Landsdómi yfir mágkonunni og Sjálfstæðismönnum. Össur er ekki bara trúður hafi einhver haldið það.

Halldór Jónsson, 23.9.2010 kl. 08:23

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Las yfir skjalið sem Baldur vísar í, það sem einkum vakti athygli mína var kafli 34 bls. 10, en þar stendur meðal annars:   "verður Ísland beðið um að halda áfram að leggja reglubundið fram ítarlegar, skriflegar upplýsingar um framvindu á aðlögun löggjafar að regluverkinu og framkvæmd hennar"

Gunnar Heiðarsson, 23.9.2010 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband