Mánudagur, 20. september 2010
Evrusvæðið áfram í uppnámi
Björgunarpakkinn sem Evrópusambandið kom sér saman um í vor til bágstaddra evru-ríkja hægði á hnignun opinberra fjármála hjá þeim ríkjum sem hvað verst eru stödd s.s. Írlandi, Portúgal og Grikklandi en stöðvaði ekki feigðarförina.
Þessi ríki eru of skuldug til að standa undir afborgunum og geta ekki fellt gengið sitt til að bæta samkeppnisstöðu atvinnuvega sinna. Niðurskurður ríkisfjármála þýðir samdrátt í þjóðarframleiðslu og hættu á verðhjöðnun sem gerir afborganir af skuldum enn erfiðari.
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn tekur þátt í feluleiknum með ósjálfbærar skuldir, segir dálkahöfundur Telegraph, Evans-Pritchard. Kannski er vandinn of djúptækur til að lausn verði fundin fyrir jaðarríki Evrópusambandsins án þess að hákirkjan sjálf riði til falls. Lokaorðin í pælingunni eru svartsýn.
In fairness to EU policymakers, perhaps the problem really is so big that if they let Greece, Portugal, or Ireland restructure debt they risk instant contagion to Spain, and from there to Italy. Perhaps they really have no choice. If so, monetary union has created a monster.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.