Sjálfstæðisflokkurinn grefur sér gröf

Helsti fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umræðunni um ráðherraábyrgð og landsdóm er Guðlaugur Þór Þórðarson, sá þingmaður sem hvað mest á óuppgert frá útrásartíma. Amx-vefurinn spyr hvort Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki verðugri fulltrúa í umræðuna.

Styrmir Gunnarsson vekur athygli á því að þrátt fyrir einbeittan vilja flokksmanna og afgerandi ályktun landsfundar um að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að beita sér fyrir því að umsókn um aðild að Evrópusambandinu verði dregin tilbaka er flokksforystan með hangandi haus í málinu.

Pólitíska kreppan eftir hrun er rétt að hefjast og Sjálfstæðisflokkurinn stendur illa að vígi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þann 6 janúar 2003,þá ritaði borgarfulltrúinn Guðlaugur Þór Þórðarson grein í Morgunblaðið er bar titilinn´´Tákn fyrir bætt siðferði?,, þetta er mjögsvo forvitnileg grein,uppkast úr henni er tildæmis þetta   ´´::::Það er alveg ljóst að hæpið er að við náum að bæta siðferði í viðskiptum eða á öðrum sviðum ef siðferði í stjórnmálum er stórlega ábótavant::::''         Svona ritar þessi stórstyrkjaþegi Guðlaugur Þór sem er alþingismaður í dag.

Númi (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 12:58

2 identicon

Það gleymdist að bæta því við að Guðlaugur Þór er þarna að skjóta á Dag B og Ingibjörgu Sólrúnu,en Dagur hafði ritað pistil er inni hélt þessi orð''Tákn fyrir bætt siðferi,,og síðan hneyklast Guðlaugur Þór á orðræðum hans í þessari grein.Guðlaugur á ekki til orð yfir óheiðarleika Samfylkingar er var þarna í borgarstjórn á þessum tíma.Niðurlag greinar Guðlaugs Þórs er svona;;;;Þegar stjórnmálamenn geta hins vegar gengið að því sem vísu að þeir geti gengið á bak orða sinna þá er eitthvað mikið að í okkar þjóðfélagi.;;;;Já svo mikið sagði Guðlaugur Þór,og reyndar miklu meir í þessari grein.

Númi (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 13:41

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Stjórnmálaflokkar verða að hugsa um að selja kjósendum ímynd.Gera sér grein fyrir hvað er söluvara og hvað ekki við ríkjandi aðstæður. En það er fólk í stórum prófkjörum sem hafa valið menn á listana hjá Sjálfstæðisflokknum.

Því miður hafa flestir frambjóðendur í þessum opnu prófkjörum reynt að kaupa allra flokka fólk til að kjósa sig og haft stundarávinning af. Það verður að fara að þrengja að því hverjir taka þátt í slíku vali, til dæmis að menn þurfi að hafa verið flokksmenn í einhvern tíma fyrir kjördag til að taka þátt. Mér finnst að aðrir en flokkbundnir menn eigi ekki að fá að raða upp frambjóðendum á slíka lista.

Halldór Jónsson, 20.9.2010 kl. 14:42

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þessi fjöldagrafarmokstur virðist hugnast flestum, því gröfustjóra og teymi hans er hampað í höllinni.

Er samt ekki alveg óþarfi að hafa´na dauðadjúpa. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.9.2010 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband