Mánudagur, 20. september 2010
Magma-málið og brask þriggja Árna
HS-Orka er ekki til nema að nafninu til. Hitaveitu Suðurnesja var skipt upp í HS-Orku og HS-Veitur en er enn sama fyrirtækið, heilt og óskipt, þrátt fyrir nafnabreytinguna. Það þarf sérstaklega illa græðgisvætt fólk til að selja opinbert orkufyrirtæki sem er aðeins til á pappírunum. Einmitt það gerði fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Árni M. Mathiesen, í samvinnu við gjaldþrota Reykjanesbæ sem stýrt er af öðrum Árna.
Geysir Green keypti nafnið HS-Orka og ætlaði að braska með eins og annað sem þeir Jón Ásgeir og Hannes Smárason véluðu með. Íslandsbanki með anga af auðrónadeild Framsóknarflokksins við stýrið, þar sem þriðji Árninn kemur við sögu og er Magnússon.
Eftir að Geysi Green liðaðist í sundur fór Íslandsbanki með útrásarleiðangur og fann nýjan braskara til að starfa með og er sá kanadískur.
Einboðið er að braskfyllerí þriggja Árna eigi ekki að stýra auðlindanýtingu þjóðarinnar.
Niðurstaðan í Magma–málinu fyrirsjáanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú gleymir að sveitarfélögin sem áttu í Hitaveitu Suðurnesja ákváðu að nýta forkaupsrétt sinn og gengu inn í tilboð Geysis Green til ríkisins. Flest þeirra áframseldu svo til Geysis Green á hærra verði nokkrum dögum síðar og fóðruðu vasana með mismuninum. Eitt sveitarfélagið seldi Orkuveitu Reykjavíkur.
Þessi vogunarsjóðstilburðir sveitarfélaganna virðast yfirleitt gleymast. Þau keyptu af ríkinu og áframseldu.
Arnar (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.