Sunnudagur, 19. september 2010
Einbeittur ákæruvilji eða algjört ábyrgðarleysi
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar sakar Atla Gíslason formann sérstakrar þingnefndar um hrunið um einbeittan ákæruvilja. Meirihluti nefndar Atla vill ákæra fjóra ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde, þar á meðal Ingibjörgu Sólrúnu, fyrir vanrækslu í starfi.
Vörn Ingibjargar Sólrúnar er að hún beri enga ábyrgð á hruninu þrátt fyrir að vera formaður annars ríkisstjórnarflokksins frá vordögum 2007 fram að hruni í október 2008.
Algjört ábyrgðarleysi ráðherra á hruninu er ávísun á annað hrun og verra. Vanræksla og misgjörðir ráðherra fá fyrirframútgefna syndakvittun og það veit ekki á gott.
Athugasemdir
Sammála þér, Eva Joly varaði við þessu, sagði reyndar að allt þetta lið, hvort sem væri það þjófarnir og aularnir úr bankakerfinu, eða pólitísku aularnir, sem þykjast meiga gera það sem þeim sýnist, mundu kenna öðrum um allt sitt klúður, ásamt því að mikla sig af saurlífisdýrkun sinni, lengra verður ekki komist í úrkynjun þeirra vesalinga.
Robert (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 10:17
Nákvæmlega Robert.
Sigurður Haraldsson, 19.9.2010 kl. 10:54
Sæll.
Finnst ykkur virkilega sanngjarnt að ákæra þessa ráðherra fyrir eitthvað sem þeir gerðu eða gerðu ekki árið 2008? Bankarnir voru einkafyrirtæki, ekki ríkisfyrirtæki. Rannsóknarnefnd alþingis benti einnig á að bankarnir hefðu í raun verið dauðadæmdir frá 2006. Hvers vegna þá að hengja ráðherra fyrir það sem þeir gerðu eða gerðu ekki árið 2006? Svo má heldur ekki gleyma því að Össur var staðgengill ISG í nokkurn tíma á þessu tímabili. Á hann að sleppa alveg? Jóhanna var líka í ráðherraliðinu sem átti að passa sérstaklega upp á að ekkert gerðist ásamt t.d. Geir og Árna.
Er stjórnarandstaðan algerlega stikkfrí? Er það ekki hennar að veita aðhald? Getur verið að Vg séu að hefna sín á ISG fyrir að hafa ekki myndað stjórn með sér árið 2007?
Menn ákæra ekki til að gefa fólki tækifæri á að hreinsa sitt mannorð eins og sumir leiðtogar landsins virðast halda.
Skiljanlega eru menn ósáttir við það hvernig fór hér en það ekki við neina stjórnmálastefnu að sakast eða einstaka ráðamenn. Í USA voru rebúblikanar við völd, hrun varð. Í Bretlandi var Verkamannaflokkurinn (með allt aðra hugmyndafræði en repúblikanar) við völd, hrun varð. Á þessu einfalda dæmi sést að orð eins og "hrunflokkar" eru hugarsmíð þeirra sem skilja ekki orsakir núverandi kreppu. Lausnir frá slíku fólki munu því ekki redda neinu - nema síður sé.
Helgi (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.