Laugardagur, 18. september 2010
Leyndó og hugleysi
Guðlaugur Þór Þórðarson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir eru meðal þeirra sem skýla sér á bakvið Geir H. Haarde í umræðu um ákæru á hendur fyrrum ráðherrum. Verði Geir H. Haarde ekki ákærður verður það túlkað sem sýkna fyrir Gulla og Tobbu Kötu.
Skjölin sem eru leyndó í þrem herbergjum alþingis varpa líklega ljósi á lögfræðilegt mat ýmissa sem kallaðir hafa voru fyrir Atlanefnd. Þeir vilja nafnleynd vegna þess að verði Geir H. Haarde ekki ákærður eru líkur á að Gulli, Tobba Kata og afgangurinn af spillingarliðinu komist aftur til valda og þá verður hart í ári fyrir þá sem ekki höfðu ,,rétta" skoðun á lögfræðilegum álitamálum varðandi landsdóm.
Hugleysi var helst einkennið á hugarfari stjórnmálamanna og embættismanna fyrir hrun. Sama hugleysið má ekki verða til þess að við gerum ekki upp við hrunið.
Trúnaðarskjöl í þremur möppum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll ég held að það sé nú nokkuð ljóst að hvorki Þorgerður né Guðlaugur Þór verði ráðherrar aftur. Það má margt gott segja um Ingibjörgu Sólrúnu, en jafnvel þó að hún færi ekki fyrir Landsdóm, á hún ekki möguleika á að koma til baka. Tími hennar er liðinn, það sama á við um Guðlaug Þór og Þorgerði Katrínu sem bæði áttu góða spretti í pólitíkinni. Á sama stað er Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon.
Sigurður Þorsteinsson, 18.9.2010 kl. 22:36
Góður punktur, Páll. Á tíma sem kenndur er við "gagnsæi" eru menn á harðahlaupum við að bregða fyrir sig nafnleynd.
Hvað varð um frelsið undan "harðstjórn" Davíðs?
Ragnhildur Kolka, 19.9.2010 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.