Laugardagur, 18. september 2010
Gjaldþrota Reykjanesbær lánar Magma
Reykjanesbær er gjaldþrota og býðst ekki lánafyrirgreiðsla. Engu að síður telur bæjarstjórinn sig hafa efni á því að lána fjármuni til Magma svo að það megi braskvæða HS-Orku og láta íbúa Suðurnesja greiða sérstakan skatt til að einkareksturinn fái sinn hagnað.
Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar kann að búa til fléttur þar sem innvígðir fá sinn skerf af almannafé. Hann seldi eignir bæjarfélagsins til fasteignafélags þar sem hann sjálfur situr og gerir sér peningalegan ágóða.
Gjaldþrota Reykjanesbær er leiksoppu innlendra og erlendra braskara sem ætla sér íslensk orkufyrirtæki. Ef meirihlutinn í Reykjanesbæ heldur áfram hrunadansinum er skammt að bíða formlegrar yfirtöku ríkisvaldsins á bæjarsjóði.
Athugasemdir
Kannski er bara betra að erlendir aðilar tapi peningum á HS Orku en skattgreiðendur í Reykjanesbæ.....!
Ómar Bjarki Smárason, 18.9.2010 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.