Laugardagur, 18. september 2010
Landsdómur er nauðsyn
Kjósendur ná aðeins í skottið á stjórnmálamönnum á fjögra ára fresti til að sækja þá til pólitískrar ábyrgðar. Sumir stjórnmálamenn halda að ábyrgðarlausri hegðun og vanrækslu í starfi verði aðeins og eingöngu skotið til kosninga. Gagnrýnin á landsdóm byggist á fyrirframsýknu til handa stjórnmálamönnum sem gerir ekki annað en að ala á ábyrgðarleysi í þeirra röðum.
Landsdómur er nauðsynleg vörn samfélagsins gegn yfirgangi stjórnmálamanna. Kerfið sem stjórnmálastéttin hefur komið sér upp er að þeir sem ekki lengur eru hæfir til að mæta kjósendum við kosningar fá feit embætti á kostnað almennings.
Hrunið varð vegna vanrækslu stjórnmálamanna. Dómgreindarleysi og heigulsháttur eru hluti skýringarinnar. Landsdómur mun skera úr um málsbætur þeirra ákærðu.
Alþingi verður að samþykkja tillögu meirihluta Atlanefndar að ákæra fjóra ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde.
Fréttaskýring: Hugsað sem hemill á þjóðhöfðingjann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll alþingi getur aldrei samþykkt tillöguna til þess er það vanhæft með öllu!
Sigurður Haraldsson, 18.9.2010 kl. 11:39
Þetta er bara pólitískur farsi og til skammar.
Hvernig er hægt að ákæra fyrir að vera dómgreindarlaus eða hugsanlega að hafa getað gert betur?
Rannsókn og umræða er góð.
Rannsóknarréttur er ekki sæmandi "siðvæddri" þjóð.
jonasgeir (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 11:44
Eins og Guðmundur Hálfdánarson bendir á eru tvær leiðir til að draga ráðherra til ábyrgðar, með ákærum landsdóms eða vantaruststillaga á Alþingi. Vandamálið er, að þegar um meirihlutastjórn er að ræða, eins og næstum alltaf, þá mun vantrauststillaga á einstaka ráðherra (eða ríkisstjórn) aldrei verða samþykkt. Þess vegna er þörf á Landsdómi.
Hins vegar er það ekki rétt, að tilgangur Landsdóms hafi verið að hafa "hemil á þjóðhöfðingjanum". Hannes Hafstein var ekki þjóðhöfðingi, það var Danakonungur, sem skv. dönsku stjórnarskránni má ekki draga til ábyrgðar. Það er réttara að segja "hemil á framkvæmdavaldinu".
Vendetta, 18.9.2010 kl. 13:44
Það átti auðvitað að standa "vantrauststillaga", ekki "vantaruststillaga".
Vendetta, 18.9.2010 kl. 13:47
En hvernig stendur áþví að Jóhanna er ekki tilnefnd til þess að eiga kost á að hreinsa mannorð sitt fyrir Landsdómi?
Hún hafði meira með málin að gera en Björgvin samkvæmt því sem fram hefur komið. Auk þess var hún yfirmaður Íbúðalánsjóðs sem vann ekki samkvæmt samkomilagi ráherra og seðlabanka Íslands annars vegar og seðlabönkum norðurlanda hinsvegar
Landfari, 18.9.2010 kl. 15:38
Sæll.
Jóhönnu tekst s.s. að friða þig með þessum blessaða Landsdómi þínum? Þá erum við Íslendingar farnir að minna eilítið á Rómarlýð, nú komar leikarnir (Landsdómur) og hvenær fara flokkarnir svo að gefa brauð?
Rannsóknarnefnd alþingis sagði bankana hafa verið dauðadæmda frá 2006. Ekkert sem menn gátu gert árið 2008 hefði breytt neinu um að hrun hefði orðið. Ríkið stýrir að auki ekki einkafyrirtækjum (bankarnir voru s.s. einkafyrirtæki ef einhverjir eru búnir að gleyma því).
Störf Atla-nefndarinnar litast talsvert af því að sú nefnd gefur sér að menn hafi vitað fyrir hrun það sem nú er vitað. Slík nefndarstörf eru ekki virðingarverð.
Helgi (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.