Þrír kostir Samfylkingar gagnvart Atlanefnd

Samfylkingin stendur frammi fyrir klofningi vegna landsdóms og Atlanefndar. Vinir og samherjar Ingibjargar Sólrúnar fyrrverandi formanns munu ekki láta það viðgangast að hún ein samfylkingarráðherra fari fyrir landsdóm á meðan fagráðherra hrunsins, viðskiptaráðherra þáverandi Björgvin G. Sigurðsson, sleppi vegna þess að hann er skjólstæðingur Össurar Skarphéðinssonar.

Til að forða klofningi eru þrjár leiðir mögulegar Samfylkingunni. Sú fyrsta er að ná saman við Sjálfstæðisflokk um að koma landsdómi og Atlanefnd fyrir kattarnef. Það þýddi stjórnarslit og kosningar enda hruflokkasamstarf óhugsandi. Hvorki Sjálfstæðisflokkur né Samfylking eru líkleg til að vilja kosningar.

Í öðru lagi gæti Össur fallist á að fórna Björgvini G. til að aftakan á Ingibjörgu Sólrúnu svilkonu verði ekki eins blóðug. Á hinn bóginn er líklega orðið of seint fyrir þingflokkinn að sameinast um að Björgvin G. verði ákærður til þægðar samherjum Ingibjargar Sólrúnar sem krefjast fríkenningar.

Þriðji kosturinn er að gera kaup við Vg um að jarða málið og ganga snyrtilega frá því að enginn verði ákærður. Óhemju er búið að fjárfesta af pólitísku kapítali í Atlanefndinni og til að Samfylkingin geti keypt sig frá málinu verður hún að bjóða vel.

Aðeins eitt mál er nógu stórt til að geta komið til móts við þarfir Vg: Að umsóknin um aðild að Evrópusambandinu verði dregin tilbaka.


mbl.is Þingmenn segja vanda vegna landsdóms slegið á frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll já þú segir nokkuð varðandi umsókn um aðild að ESB verði dregin til baka? Mögulega en það er á hreinu að alþingi getur og vill ekki draga fyrrum ráðherra fyrir landsdóm því ábyrgð er ekki til í bókum þessa stofnunar!

Sigurður Haraldsson, 18.9.2010 kl. 10:37

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Tek undir með þér Páll. Ef Samfylkingin heikist á því að fara að niðurstöðum meirihluta Rannsóknarnefndarinnar og vísa öllum þessum 4 ráðherrum fyrir Landsdóm þá eru þeir að bregðaswt þjóð sinni og kjósnedum sínum líka. Líta ber til þess að Rannsóknarnefndin kallaði til sín alla færsustu sérfræðinga landsins í þessum málum ognir niðurstaða flestra þeirra var að meiri líkur en minni væru á því að þessir ráðherrar yrðu sekir fundir færu mál þeirra fyrir Landsdóm.

Mér leist vel á grein Marðar Árnasonar á Eyjublogginu þar sem hann dró ekkert af sér við að gagnrýna sinn eigin flokk fyrir meðvirknina og banka- og auðróna dekrið. Undir niðri var beitt ádeila á ISG fyrrverandi formann.

Ég efast ekki um að Mörður mun fara að sannfæringu sinni og kiósa að allir þessir 4 verði kallaðir fyrir Landsdóm.  Vona að svo verði um fleiri Samfylkingarþingmenn sem vilja raunverulegt réttlæti.

En ég fór að efast þegar ég skömmu seinna las blogg grein frú Ólínu Þorvarðardóttur. Þar var talað út og suður og á heimspekilegum nótum en síðan sagðist hún þurfa að hugsa mjög djúpt áður en hún ákveddi hvernig hún verði atkvæði sínu í þessu erfiða máli.

Ég veit alveg hvað það þýðir hjá frú Ólínu, því að nú er hún að fara í kafarabúninginn og hún mun kafa djúpt til að leita að einhverri afsökun til þess að sleppa vinkonu sinni Ingibjörgu Sólrúnu við þennan kaleik réttvísinnar.

Sanniði til nákvæmlega þannig verður það hjá frú Ólínu.

Ég hef áður heyrt hana undirbúa svona leikrit með köfunarleiðangrum og flokks köfunargleraugum til þess eins að réttlæta allt sem Samfylkingin eða einstaka forystumenn þess flokks hafa gert bæði rétt og rangt.

Þetta er alveg öruggt frú Ólína mun aldrei rugga þessum hripleka bát Samfylkingarinnar.  

Vona að fleiri Samfylkingarþingmenn fari ekki með henni í þennan sýndar köfunar leiðangur.

Gunnlaugur I., 18.9.2010 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband