Mörður spyr hverjir keyptu Össur og Sollu

Mörður Árnason þingmaður Samfylkingar skrifar uppgjörsblogg þar sem farið er yfir stöðu flokksins sem er við það að klofna. Mörður gagnrýnir bandalag flokksins við auðmenn og kemur með þessa athugasemd um fjölskyldufólkið Össur Skarphéðinsson og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem kepptu um formennsku í Samfylkingunni árið 2005.

Og þetta á því miður líka við annarskonar innanflokkskappleiki – einkum formannsslaginn 2005 þar sem frambjóðendurnir tveir vörðu tugmilljónum til að ná forystu í flokknum. Hvaðan?

Þessi kurl þurfa öll að koma til grafar þegar við skoðum Samfylkinguna og hrunið. Nema okkur nægi ein saman afsögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur.

Kurteis beiðni Marðar til valdafjölskyldunnar sundurþykku hlýtur að fá skjóta afgreiðslu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Síðustu málsgrein og ályktun dreg ég nokkuð í efa.

Árni Gunnarsson, 17.9.2010 kl. 21:44

2 identicon

Páll Vilhjálmsson.

Ekki ætti þetta að koma þér á óvart, eða hvað ?

Það hefur verið spurt að því hver borgi þér fyrir þín pólitísku skrif, sérstaklega um  ESB ?

Þú ert auðvitað tilbúin að svara því ?

JR (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband