Lukkuriddarinn í Reykjanesbæ

Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar reiknaði með stanslausum uppgangi þar sem hlutabréfavísitölur, orka í iðrum jarðar, álfabrikka, íþróttaháskóli, bæjarsjóður og Reykjaneshöfn myndu stækka og tútna út, gott ef ekki líka einkafjárfestingar bæjarstjórans sem fjármagnaðar voru með kúlulánum. Við kosningarnar í vor var haft á orði suður með sjó að nauðsynlegt væri að Árni og sjálfstæðismenn fengju meirihlutann endurnýjaðan til að mæta sínum eigin útrásardraugum.

Árni og Sjálfstæðisflokkurinn er með hreinan meirihluta í Reykjanesbæ og þeir munum glíma við hreina martröð næstu fjögur árin. Á Ljósanótt flutti Árni bæjarstjóri setningarávarp sem var innblásið sömu réttlætingunni og frændi hans og nafni Johnsen lét flytja fyrir sig í Vestmannaeyjum þegar hann sat inni og fékk ekki fangaorlof til að stjórna brekkusöng. 

Árni bæjarstjóri segir vonda menn í Reykjavík hamla hamingju og velferð íbúa Reykjanesbæjar. Leyfi séu ekki veitt og fjárframlög skorin við nögl. Almenningurinn sem hlustaði á bæjarstjórann tók ekki undir með honum. Brandarinn sem fór hvað víðast er að á næstu Ljósanótt eigi allir að hafa með sér vasaljós. Bæjarsjóður Árna mun ekki geta borgað raflýsingu á götum Reykjanesbæjar.


mbl.is Lánaútboð Reykjanesbæjar ekki borið árangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Get ekki að því gert. Hafði gaman að því að lesa þennan pistil og hann er beint í mark. Ótrúlegt það sem á gekk þarna.
Ég var stoppaður af konu um daginn og hún sagði við mig: Manstu þegar þú sagðir að allt myndi fara íloft í þessum látum í Keflavík.  Ég mundi þetta nú ekki svo glöggt en konan sagðist hafa lagt þetta á minnið því hún ætti ættingja suður með sjó sem héldu ekki vatni yfir bæjarstjóranum. - Því miður virðst ég hafa hitt naglann á höfuðið, ekki samt eins og ég sé einhver spekingur í þessum málum en ljóst þykir mér að rafsuðublindan er en til staðar suður með sjó

Gísli Foster Hjartarson, 16.9.2010 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband