Miðvikudagur, 15. september 2010
Samfylking býður Sjálfstæðisflokki faðmlag spillingar
Þingflokkur Samfylkingar heyktist á því að halda þingflokksfund í kvöld þar sem leiða átti Ingibjörg Sólrúnu fyrir aftökusveitina eða eftir atvikum náðunarnefndina. Misráðinn fundur fær frekari auglýsingu þegar honum er frestað. Þingflokkurinn er kominn út í kviksyndið og gerir fyrrum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins boð um að þeir megi líka koma á þingflokksfund.
Gangi þeir Geir H. Haarde og Árni Mathisen að boði þingflokks Samfylkingar yrði það staðfesting á spillingarbandalagi hrunflokkana. Það vantaði bara að Guðlaugur Þór og Þorgerður Katrín yrðu í föruneytinu.
Ef nokkurt vit er í sjálfstæðismönnum ættu þeir að leyfa Samfylkingunni að engjast ein á króknum.
Samfylkingin frestar þingflokksfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jæja?
Björn Birgisson, 15.9.2010 kl. 21:02
Thetta er nú farid ad minna á " Audiens" thann snilldar eintháttung eftir Václav Havel.
Samfylkingin í hlutverki bruggmeistarans!
S.H. (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.