Miðvikudagur, 15. september 2010
Samfylkingin, réttlæti og valdapólitík
Fundur Ingibjargar Sólrúnar fyrrum utanríkisráðherra, sem sætir ákæru fyrir landsdóm af hálfu meirihluta hrunnefndar alþingis, mætir á lokaðan þingflokksfund Samfylkingarinnar til að gera grein fyrir máli sínu. Fundurinn sýnir spillingarforherðingu þingflokks Samfylkingarinnar sem kemur í kjölfar frétta um að þingflokkurinn hafi veitt sakaruppgjöf Björgvini G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra hrunstjórnarinnar.
Þingflokkur Samfylkingarinnar ákveður fyrst að fórna Ingibjörgu Sólrúnu, með því að láta hana einan samfylkingarráðherra í hrunstjórninni sæta ákæru. Þegar það rennur upp fyrir samfylkingarfólki að hér sé eitthvað málum blandið grípur þingflokkurinn til þess ráðs að eiga fund með Ingibjörgu Sólrúnu. Þingmenn Samfylkingar fara með ákæruvaldið í þessu samhengi og að láta sér til hugar koma að funda með sakborningi á þessum tímapunkti sýnir verulegan skort á heilbrigðri skynsemi.
Samfylkingin rataði út í þetta fen vegna þess að pólitískur fóstursonur Össurar Skarphéðinssonar, Björgvin G. Sigurðsson, fékk sakaruppgjöf frá þingflokknum. Björgvin G. var viðskiptaráðherra hrunstjórnarinnar og ber sem fagráðherra mun meiri ábyrgð en Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra.
Valdapólitískir hagsmunir forystu Samfylkingarinnar eru að fórna Ingibjörgu Sólrúnu en vernda Björgvin G. Samfylkingarforystan gerir engan greinarmun á réttlæti og valdapólitík.
Ingibjörg Sólrún ræðir stöðu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þetta ekki alltsaman tussufínt þarna.
Robert (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 16:14
Jú Róbert, ætli Össur hafi ekki sagt henni að "hoppa upp í rassgatið á sér" hún fari á höggstokkinn - sé Össur fyrir mér styðja hana upp á höggpallinn eins og inn til Geirs Haarde forðum, já hver þarf óvini ......
Sveinn (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 18:12
Hvað með Össur sjálfan? Er það eðlilegt og viðurkennt hér eftir, að heimilt sé án eftirmála að "fremja valdarán" hjá samráðherra sínum í ríkisstjórn. Það gerði Össur grímulaust á fundinum með Davíð Oddssyni í Seðlabankanum þegar Glitnisyfirtakan var í undirbúningi, einhver mest umdeilda ákvörðun lýðveldissögunnar í þessum harmleik öllum saman. Þar mætti Össur í stað Björgvins G Sigurðssonar, ásamt Jóni Þór Sturlusyni hagfræðingi, þáverandi aðstoðarmanni Björgvins. Össur snýtti sér, sagði að sér leiddust efnahagsmál og að hann hefði ekkert vit á peningamálum... Aumingja Björgvin fékk veður af fundinum, hringdi í aðstoðarmanninn sem laug að honum blákaldur og sagði einungis "venjulegan fund um stöðu mála í gangi".
Þarna var ákveðið að þjóðnýta Glitni, n.b. 10 dögum fyrir hinn umdeilda gjladdaga og ÁN ÞESS að fyrir lægi lánabók bankans. Hana sá Davíð ekki fyrr en tveimur dögum síðar, bjálaðist og hreytti skít og skömmum í Jónas Fr(illu) Jónsson, þáverandi forstjóra FME (ex. stuttbuxna Vökudreng og wanabe pólitíkus í FLokknum).
Verði þetta láið óátalið, er Alþingi að kvitta fyrir því að þessi framkoma Össurar sé eðlileg og normal. Jón Þór Sturluson sem sveik Björgvin G í tryggðum, er eiginmaður Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, hjúkrunarkonu, sem er núverandi og nýráðinn aðstoðarmaður Guðbjartar Hannessonar og þar áður þjónaði hún Árna Páli Árnasyni sem "aðstoðarhjúkka", einum seinheppnasta ráðherra í sögu lýðveldisins, en jafnframt þeim áferðarfegursta, bæði til húðar og hárs...
Þarf þjóðin á meiri svona "aðstoðar" SAMSPILLINGU að halda?
Það að þingflokkur Samspillingarinnar ætli nú að funda með hinum grunuðu glæpamönnum (áður en tekin verður ákvörðun um ákæru) er augljóst plott um að eyðileggja málatilbúnaðinn á hendur þessum sökunautum, líkt og gert var þegar málum var klúðrað hrapallega (að því er virðist viljandi) á hendur Kristni Björnssyni hdl., eiginmanni þáverandi dómsmálaráðherra, Sólveigar Pétursdóttur, vegna olíusamráðsmálsins, sem er eittt stærsta svikamál gegn almenningi og neytendum sem hingað til hefur verið upplýst hér á landi. Hann var þá forstjóri Skeljungs hf. og virtist vera forsprakkinn að þessum lögbrotum. - Gæinn sýknaður og auðvitað datt dómsmálaráðherranum í FLokknum ekki í hug að segja af sér, enda hafði hún tryggt sér dýrustu náðhúsaðstöðu innaf skrifstofu sinni sem um getur!
Kveðja frá réttsýnum kvótagreifum í Grindavík, sem hvorki keyptu þyrlur né fatabúðir fyrir arðinn og standa ekki "vinalausir" í dag... Vandséð að FLokkurinn henti okkur lengur, erum í raun búnir að ná okkar öllu út (nokkrum sinnum), nályktin er að verða of mikil... Það er aldrei gaman að vera á kafi í skítalykt!
Grindvíkingur (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.