Þriðjudagur, 14. september 2010
Arion banki sýnir ábyrgð
Með því að taka keðjuna 10-11 úr Haga samstæðunni og selja sérstaklega sýnir Arion banki samfélagslega ábyrgð. Matvöruverslunin er í höndum of fárra og æskilegt að fleiri komi inn á þann markað. Skrefið sem Arion banki tekur núna er rökrétt framhald af því þegar bankinn tók Haga úr höndum Baugsfeðga sem alltof lengi fóru fyrir rekstrinum sem þeir keyrðu eftirminnilega í þrot.
Endurreistu bankarnir gegna lykilhlutverki í endurhæfingu atvinnulífsins sem nauðsynleg er eftir útrásaráratug. Með ráðagerðinni um að búta fákeppnisveldi Haga niður í heilbrigðari einingar sýnir Arion banki virðingarvert fordæmi.
10-11 til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
7% ábyrgð..er það nóg Páll?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.9.2010 kl. 18:48
Hefði ekki verið nær að selja Bónus út úr samsteypunni? Það hefði verið tímamótaákvörðun.
Baldur (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 19:23
Brjóta það allt upp. Ekki kæmi á óvart að fljótlega fregnaðist frá Arion einhver enn meiri apaviðskipti við Jón Ásgeir & Co og þessi gjörningur hafi verið til þess ætlaður að þagga niður í óánægjuröddunum. Látum ekki blekkjast og stöndum vaktina sem fyrr.... (O:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 20:51
Þetta getur ekki þótt vænlegur kostur. Aðeins 7% biti af allri þessari köku. Það versla fáir þarna og dýrt að versla. Hef aldrey skilið hvernig þessi rekstur hefur gengið.
Björn (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 21:16
Já stöndum vörð mafíann er enn að og mun vera það uns við splundrum henni!
Sigurður Haraldsson, 14.9.2010 kl. 21:27
Hvernig er tryggt að 10/11 lendi ekki aftur í höndum fyrri eigenda þótt eignarhald verði ef til vill dulið með "frontum"?
Þannig hafa þessir menn alltaf unnið.
Taka þarf allt þetta einokunarveldi og méla það.
Og um leið tryggja gagnsæi í eignarhaldi.
Þetta litla skref nægir því ekki.
Karl (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.