Falskir þingmenn vilja meira fé

Krókódílatárin eru varla þornuð á hvörmum þingmanna sem þykjast eiga erfitt með að fylgja stjórnarskránni þegar þeir hafa komið auga á aðferð til að græða á hruninu. Forseti þingsins telur rétt að auka fjárstreymið til fólksins sem kann ekki að skammast sín og þorir ekki í uppgjör vegna hrunsins.

Nú þegar renna 500 milljónir króna á ári til stjórnmálaflokkana og er það fyrir utan kostnað við þinghaldið sem hleypur á mörg hundruðum milljónum króna á ári.

Gungurnar við Austurvöll ættu kannski að skila betra verki áður en þær heimta meira fé frá almenningi.


mbl.is Tryggja þarf fjárhagslegt sjálfstæði þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt.

 Það þarf að ryðja þingið. Hreinsa út alla þá sem sátu á þingi haustið 2008.

Fráleitt er að þetta lið lofi nú betrun og yfirbót og ljúgi því að þjóðinni að nú verði tekin upp ný vinnubrögð.

Efna þarf til kosninga og fela nýju fólki að vinna að endurreisn þess.

Það óhæfa og spillta lið sem þar er fyrir er þjóðarógæfa.

Fráleitt er að svo gríðarlegir fjármunir renni til flokka og einstaklinga sem algjörlega hafa brugðist hlutverki sínu.

Íslenskir stjórnmálamenn eru rúnir öllu trausti og áliti.

Enn sitja á þingi og í ríkisstjórn "styrkþegar" glæpalýðsins sem lögðu Ísland í rúst.

Hvernig getur almenningur sætt sig við þetta?

Karl (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband