Hrunflokkameirihluti á þingi

Hrunflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, vilja ólmir hætta umræðu um skýrslu þingnefndarinnar sem starfaði undir forsæti Atla Gíslasonar. Náinn samherji Björgvins G. Sigurðssonar til margra ára, Róbert Marshall, sagði berum orðum í Sjónvarpsviðtali að hann vildi umræðu um skýrsluna inn í þingnefnd þar sem ,,réttur" meirihluti myndi svæfa hana.

Stjórnmálaspilling í landinu einskorðast við tvo flokka, Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu. Aðrir flokkar, t.d. Framsóknarflokkurinn, hafa hreinsað út hjá sér og Vg er svotil óspilltur - að þingflokksformanni undanskildum.

Gangi það fram að hrunflokkarnir koma landsdómi fyrir kattarnef er kominn nýr meirihluti á þingi. Í ríkisstjórn hrunflokkanna myndi Þorgerður Katrín sjá um félagsmálaráðuneytið vegna þess að hún þekkir svo vel til afskrifta; Guðlaugur Þór fjármálaráðuneytið þar sem hann er ekki til sölu; Björgvin G. fengi forsætis því hann kanna að skipuleggja ímyndarherferðir; Össur heilbrigðisráðherra enda miðaldra konum sem hættir til að fá aðsvif óhætt hjá honum; Árni Páll fengi nýtt atvinnuráðuneyti þar eð margstaðfest er að hann þarf hvorttveggja að ráða marga í vinnu og kann ráðningaferli opinberra starfsmanna út í æsar.

Efnahagshrun varð 2008 en tveim árum síðar er stjórnmálahrun.


mbl.is Skýrslan rædd á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður saknar þess óneitanlega að hrunsþingnefndin gaf þeim, sem hugsanlega verða ákærðir og dregnir fyrir landsdóm, ekki tækifæri til að tjá sig um sakarefnin á vinnslustigi.  Að sæta opinberri ákæru án þess að hafa haft tækifæri til að tjá sig um sakarefnin líkist meira ,,réttarhöldum" Stalíns sáluga en framgöngu í réttaríki.  En er ekki hægt að bæta úr þessari handvömm nefndarinnar og óska eftir viðbrögðum 4 menninganna áður en atkvæði verða greidd  ákæruna í þinginu?  Betra seint en aldrei.

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 14:20

2 identicon

Viðtalið við Þorgerði Katrínu var sérstaklega ógeðfellt. Þar fer manneskja gersneydd allri sómatilfinningu. Hrokinn, yfirlætið og glaðhlakkaleg léttúðin yfir þessu öllu saman lak af henni.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband