Sjálfstæðisflokkurinn dregur Geir H. í svaðið

Í pólitískri málsvörn Geirs H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra teflir Sjálfstæðisflokkurinn fram tveim þingmönnum sem hvað skýrast eru brennimerktir útrásaröfgum, Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Guðlaugur Þór var keyptur með húði og hári af útrásarauðmönnum. Þingmaðurinn neitar að gefa upp nöfn kaupenda sinna.

Þorgerður Katrín kom fram í Sjónvarpsfréttum í gær og sagði ákæru á hendur Geirs siðlausar. Þessi sama Þorgerður Katrín varð að segja af sér varaformennsku í Sjálfstæðisflokkum þar sem hún þáði siðlausar afskriftir á tugmilljónalánum frá Kaupþingi. Siðleysi og Þorgerður Katrín eru ekki beinlínis andstæður.

Enginn hefur vænt Geir H. Haarde um spillingu. Í umræðunni er hann sakaður um pólitískt dómgreindarleysi og um vanrækslu í væntanlegri stefnu frá alþingi. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn lætur Guðlaug Þór og Þorgerði Katrínu sjá um vörnina í umræðunni er Geir H. dreginn í svaðið. 

Geir H. Haarde er býr yfir margfalt meiri manndómi en Guðlaugur Þór og Þorgerður Katrín til samans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En sýnir þetta ekki svart á hvítu að ekkert hefur breyst innan Sjálfstæðiflokksins? Sama liðið áfram við völd og ekkert uppgjör orðið.

Var ekki einmitt Bjarni Ben að tala um að flokkurinn þyrfti á uppgjöri að halda? Hvernig er hægt að fara í uppgjör ef að flokkurinn er í afneitun á fortíðinni??

Hermundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 07:56

2 identicon

Já þetta er skrýtin staða orðin. Fólkið sem ætti að læðast með veggjum hefur sig mest í frammi. Það er allt komið á hvolf: Guðlaugur Þór sem tróð Steingrími Ara í embætti með offorsi er með vandlætingu gagnvart Árna Páli og ráðningu íbúðalánasjóðs. Þar kemur Guðlaugur yfir sig hneykslaður? Fullur vandlætingar...Þorgerður Katrín er komin með geislabaug: hún bendir nú á alla aðra sem hefðu átt að gera sama og hún? Víkja til að veita nefndinni svigrúm...

Farsinn tekur engan enda. Shakespeare hefði ekki getað samið þetta. Maður fylgist spenntur með: Hvar endar Óli Björn? Hvenær birtist Illugi? Hvaða pól tekur hann? Er hann búinn að fá vitrun og kemur í hvítum kufli?

Villi (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 08:14

3 identicon

Megi fjórflokkurinn, sem nú forherðist daglega, líða undir lok sem fyrst. Það er kominn tími á þetta.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 08:30

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þið eruð merkilegir menn - stórhuga - réttsýnir og ekki skortir ykkur hógværð.

Dómharka - sleggjudómar og sakfellingar eru ykkur fjarri. Eða þannig.

Um Þorgerði Katrínu og Guðlaug Þór er það að segja að hvorki Rannsóknarnefnd þingsins né þingmannanefndin finna nokkra sök hjá þessu fólki. En þið - ábyrgðarlausir kjaftaskar teljið ykkur þess umkomna að kveða upp dóma.

Að nota yfirlýsingu eins og ábyrgðarlausir kjaftaskar um ykku er neyðarúrræði - ég kann ekki að lýsa ykkur með öðrum orðum - mönnum sem virðast sækja skoðanir og orðfar í svo sóðalegt andlegt haughús að það hlýtur að vera kominn tími á það fyrir löngu hjá ykkur að þrífa.

Ef það er svona slæmt fyrir flokkinn að þau séu á þingi í umboði Sjálfstæðismanna þá ætti það að gleðja ykkur - EN STAÐREYNDIN ER SÚ AÐ ÞIÐ ERUÐ SKÍTHRÆDDIR VIÐ ÞETTA FÓLK - þið vitið að þau eru öflugir þingmenn - og þið vitið að þingmenn gerast ekki öflugri í flokkum andstæðinganna. Fjari því.

En við eigum fleiri öfluga í röðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins.

Páll - fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í þingmannanefndinni vildu ekki draga ráðherrana fyrrverandi fyrir Landsdóm - Það voru aðrir flokkar sem það vildu - það er fólkið sem vill draga þetta fólk niður í svaðið -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 14.9.2010 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband