Mánudagur, 13. september 2010
Svört komedía í Kastljósi
Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður var fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kastljósumræðu um hvort ætti að ákæra ráðherra fyrir meðvirkni með auðmönnum og vanrækslu í starfi. Jú, þið sem sáuð ekki Kastljós, lásuð rétt. Guðlaugur Þór sem gerði sjálfan sig að verkfæri auðmanna í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vorið 2007 og þáði milljónir frá nafnlausum auðmönnum til að gera atlögu að Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra, talar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins um pólitíska ábyrgð vegna hrunsins.
Er samanlagður þingflokkur sjálfstæðismanna ekki með öllum mjalla? Eru engin takmörk fyrir botnlausu dómgreindarleysi forystu Sjálfstæðisflokksins. Hvað næst? Eigum við von á Þorgerði Katrínu sem fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í umræðu um afskriftir skulda heimilanna?
Athugasemdir
Er þetta ekki einhver illkvittni þáttastjórnendanna?
Það væri RÚV líkt.
Trúin nú varla að þetta hafi verið skipulagt á flokksfundi, þó ég hafi aldrei verið viðstaddur slíka...
Annars er þetta hálf skondið.
jonasgeir (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 20:59
Hann var líka ráðherra í hrunstjórninni. Sif var á þingi og samþykkti bankasöluna. Er virkilega hægt að bjóða manni uppá þetta?
marat (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 21:19
Óháðir fagmenn ættu að vinna við málið, síst af öllu pólitíkusar. Við erum með botnlausa spillingu í pólitíkinni og það er fásinna að pólitíkusar ráði hverjir úr þeirra hópi skuli kærðir.
Elle_, 13.9.2010 kl. 21:38
"Eigum við von á Þorgerði Katrínu sem fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í umræðu um afskriftir skulda heimilanna?"
Örugglega! Enda við hæfi!
Björn Birgisson, 13.9.2010 kl. 22:14
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sennilega að fara illa á þessum eymdarskap sem hefur fylgt því að formaðurinn er ekki maður nógur til að stöðva ruglið.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 23:07
Páll - af einhverri ástæðu kemur Lína Langsokkur upp í hugann þegar þú afhjúpar hroka þinn og yfirlæti.
Hjá Línu komu öfugmælin fram í vísnaforni - hjá þér í því formi sem ég nefndi - Lína var þó að grínast - þér er alvara og þú trúir því sem þú skrifar.
Eitt átt þú í meiri mæli en aðrir sem enginn öfundar þig af né vill hafa það af þér - þú átt bágt.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 14.9.2010 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.