Mánudagur, 13. september 2010
Þingmaður Samfylkingar með viti
Magnús Orri Schram er með sérstöðu í þingflokki Samfylkingar. Hann þorir að viðurkenna sekt stjórnmálamanna. Að frátölum Magnúsi Orra er Samfylkingin þjökuð af mafíukenndri samstöðu með spillingunni sem þreifst á útrásartímum. Eymd Samfylkingar verður átakanleg þegar flokkurinn hyggst fórna fyrrum formanni, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, á altari landsdóms en slá skjaldborg um Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sem þáði laun sem yfirmaður bankamála en hagaði sér eins og gelgja á popptónleikum.
Það ber að þakka Magnúsi Orra skýra greiningu.
Viðurkenning á því að vandi væri á höndum var einfaldlega of stór biti til að kyngja og þess vegna þráuðust menn við að grípa til aðgerða; lykilmenn í eftirlitsstofnunum og lykilmenn í ríkisstjórn. Slíkt hefði verið viðurkenning á því að illa hefði verið staðið að stefnunni sem var búið að leggja á undanförnum árum. Þannig varð athafnaleysið algert og tjónið mun meira en þurfti.
Af þessu leiddi vanræksla og eina rökrétta niðurstaðan er að landsdómur fjalli um þau afglöp.
Sýndu samstöðu með bankamönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Magnús Orri er sami maður og heimtaði Icesave öskrandi í Alþingi í desember sl: Það er Icesave eða ísöld!! Jafnsekur er hann öllu liðinu og sagði JÁ við Icesave. Hann hefur ekki meira vit en það. Þó það kannski reiknist hátt miðað við Samfylkingarvit.
Elle_, 13.9.2010 kl. 17:27
Hví mælir ekki Magnús Orri með nauðsynlegri rannsókn á framgangi núverandi ríkisstjórnar í Evrópuumsókninni og ólöglegu Icesave?? Og rannsókn á hvort allir sem studdu Evrópusambandsumsóknina og Icesavce í Alþingi hafi ekki örugglega brotið bæði lög og gegn stjórnarskrá?? Úr því hann er svona óvænt viljugur, lætur hann það að sjálfsögðu ekki sleppa.
Elle_, 13.9.2010 kl. 18:07
Gelgja á pönktónleikum var það víst.
Gestur Páll (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 20:31
Já byrjum á því að rannsaka núverandi ríkisstjórn. Það er aðal málið.
Flýtum fyrir rétt óhöppum en ekki fjöldaóglöpum sem hafa kostað börnin þín svona eittha eitthvað. Svona doldið myndi maður segja (t.d. eitt langt og gott háskólanám), eða tvo þrjá bíla... Fyrstu íbúðina... kannski hefðirðu viljað sjá börnin þín fá íbúð í staðin fyrir þessa vitleysu.
Eru ekki sumir búnir að missa jafnvægið
Jonsi (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 22:56
Jonsi, núverandi ríkisstjórn ætti að vera rannsökuð strax og þó löngu fyrr hefði verið. Við vitum um endalausar lygarnar, við vitum Icesave er ólöglegt og EU-umsóknin brýtur gegn stjórnarskrá. Hinsvegar sagði ég ekki að ekki ætti líka að rannsaka fyrrverandi stjórn eða kæra ef rökstuddur grunur liggur fyrir. En pólitíkusar ættu ekki að hafa það vald, heldur fagmenn. Kannski ertu sjálfur í búinn að missa jafnvægið?
Elle_, 14.9.2010 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.