Aldrei fleiri á móti ESB

Andstaðan við inngöngu í Evrópusambandið hefur aldrei mælst meiri í Noregi. Um 65 prósent Norðmanna segja nei við inngöngu en aðeins 25 prósent eru fylgjandi. Leiðtogi aðildarsinna í Noregi, Paal Frisvold, segir í viðtali við dagblaðið Nationen að Evrópusambandið sé í kreppu og lítill áhugi sé á inngöngu í sambandið við þær kringumstæður.

Hér á Íslandi er leiðtogi aðildarsinna með gerólíka sýn á þróun mála. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er þess fullviss að Evrópusambandið sé við hestaheilsu og að Ísland eigi þar heima.

Nágrannar okkar í vestri, Grænlendingar, og í austri, Færeyingar og Norðmenn, vilja ekki sjá það að ganga í Evrópusambandið. Íslendingar sitja uppi með utanríkisráðherra sem gerir okkur að viðundrum. Við eigum þetta ekki skilið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er einhvað að Evrópusinnum og stundum öllum íslendingum en ég var að hlusta á erindi í útvarpinu núna áðan en þar sagði maðurinn að Íslendingar væru alltaf á móti án þess að hugsa sér svo er spáði í málin. Við höfum allmennt ekkert þjóðarstolt en samt er mikil andstaða gegn viðræðum og aðild að ESB. Vona að einhvað verið gert strax.

Valdimar Samúelsson, 13.9.2010 kl. 14:33

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Allt er afstætt.  Miðað við Noreg er Evrópa í vandræðum en miðað við Ísland er Evrópa í fínum málum. 

Efnahagslegur stöðuleiki á Íslandi mælis sbr. Word Economic Forum, nr. 138 af 139 löndum, aðeins Simbabve er með minni stöðuleika en við. 

Noregur er fyrir ofan ESB löndin en Ísland er fyrir neðan þau öll, jafnvel Grikkland sem mælist heilum 6 sætum fyrir ofan Ísland.

Í ESB er að myndast deild efnahagsskussa sem hafa spilað rassinn úr buxunum og þurfa að fara í kennslu hjá Þjóðverjum og Frökkum.  Ísland yrði tossinn í þessari deild og þyrfti aukatíma enda erum við núna í undirbúning hjá AGS. 

Þegar kemur að efnahagsstjórnun eigum við ekkert sameiginlegt með Færeyjum, Grænlandi eða Noregi, öll þessi lönd eru langt fyrir ofan okkur og hafa raunverulegt val og efni á að segja nei við bæði ESB og AGS.

Andri Geir Arinbjarnarson, 13.9.2010 kl. 15:57

3 Smámynd: Einar Solheim

Palli - ertu virkilega að nota það sem rök gegn því að Ísland vilji ekki ganga í ESB að það sé andstaða við inngöngu í Noregi?  Ég bý í Noregi og er svolítið á báðum áttum.  Hér má a.m.k. deila um hver sterk þörfin er að ganga í ESB, en slík vafamál eru ekki til staðar á Íslandi.   Mér finnst a.m.k. þið and-sinnar vera farnir að teygja ykkur verulega langt með þessum málflutningi - en veruleikafirring ykkar er auðvitað ólýsanleg.

Einar Solheim, 13.9.2010 kl. 16:18

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Efnahagsstjórnun fór úr böndunum í Færeyjum fyrir 20 árum og það var bankakreppa í Noregi - raunar Svíþjóð og Finnlandi líka. Þessir hlutir fara upp og niður. Spurningin um inngöngu eða ekki í ESB getur ekki tekið mið af hagsveiflum heldur verður hún að byggja á yfirveguðu mat um heildarhagsmuni þjóðarinnar.

Og þar getur niðurstaðan aðeins orðið ein: Í bráð og lengd er hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins.

Páll Vilhjálmsson, 13.9.2010 kl. 16:29

5 Smámynd: Einar Solheim

Það eru vissulega hagsveiflur í Noregi, en íslenska krónan hefur nú átt ca. 100 ára niðursveiflu.  Það er lengri hagsveifla en ég er tilbúinn til að sætta mig við.

Einar Solheim, 13.9.2010 kl. 16:33

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Einar, síðustu 100 ár fórum við úr miðaldasamfélagi í nútímalegt velferðarsamfélag. Krónan var förunautur okkar frá 1927 og við eigum ekki að lasta hana.

Páll Vilhjálmsson, 13.9.2010 kl. 16:49

7 Smámynd: Elle_

Með stuðningi sínum að ofan við hættulega efnahagsstefnu AGS, ýtir Andri einu sinni enn undir Icesave-fjárkúgun bresku og hollensku ríkisstjórnanna, sem vitað er að hafi misnotað tök sín innan AGS og beitt sér þar fyrir ólöglegum Icesave kröfum á hendur okkur.  Það er ekkert nýtt að Andri styðji þann hættulega málflutning.  

Elle_, 13.9.2010 kl. 17:41

8 Smámynd: Elle_

Og það er leiðinlegt að vita að þú skulir geta verið einn af þeim sem styðja ólöglega nauðung gegn okkur, Andri Geir.

Elle_, 13.9.2010 kl. 17:47

9 identicon

Það er athyglisvert að ESB sinnar er illa við að bent er á rök annarra þjóða sem hafna ESB inngöngu.  Eigum við þá von á að þeir sömu hætta að benda okkur á ágæti ESB með að vitna í ESB þjóðir og þá kostina sem viðkomandi íbúar sjá í aðildinni?  Að vísu eru ánægðir í minnihluta í ESB löndum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband