Mánudagur, 13. september 2010
Lagatækni, landsdómur og uppgjör
Dómur jafningja er hornsteinn í réttafarshugsun margra ríkja og birtist m.a. í kviðdómum þar sem almennir borgarar sitja en ekki þjálfaðir lögfræðingar. Þingnefnd alþingis um hrunið er jafningjanefnd sem fjallar ábyrgð þeirra þingmanna sem voru ráðherrar í aðdraganda hrunsins.
Lagatæknileg rök um að lögin um landsdóm séu úrelt og að ekki eigi að ákæra nema yfirgnæfandi líkur séu á sakfellingu eru tilraunir hagsmunaaðila að drepa málinu á dreif.
Hér varð hrun og stjórnvöld stóðu sig ekki. Uppgjör þarf að fara fram með þeim úrræðum sem til eru. Landsdómur þarf að koma sama og fjalla um mál fjórmenningana.
Uppfylla ekki saknæmisskilyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algerlega ósammála þér, Páll. Lagatæknileg atriði eru í þessu tilfelli stórt mál og í raun alvarlegt að þessi lög skuli hafa fengið að vera ósnert jafn lengi og raun ber vitni. Tal þitt um jafningjadóm er ódýrt píp - pólitíkusar dæmast af kjósendum sínum og eru gagnrýndir af jafningjum sínum. Þannig á það líka að vera. Mistök stjórnmálamanna í aðdraganda hruns eru ekki af glæpsamlegum toga; þessir pólitíkusar hafa enda verið dæmdir hart af sannleiksskýrslu, fjölmiðlum og almenningi. Það er meira en nóg.
Sem betur fer virðist þingmannanefndin sammála um ýmsar úrbætur sem mættu eiga sér stað en algerlega fráleitt að sundra Alþingi enn einn ganginn til þess að þóknast refsigleði hins lága huga.
Ólafur Als, 13.9.2010 kl. 11:30
"Barni segir mikilvægt að fylgja þeirri meginreglu íslensks réttarfars að ekki skuli saksækja menn nema meiri líkur en minni séu á sakfellingu"
Það er rétt að þetta er meginreglan, en þegar um brot í opinberu starfi er að ræða er reglan að ákæra ef möguleiki er á sakfellingu.
Annaðhvort er BB að ljúa eða hann veit ekki betur.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 13.9.2010 kl. 11:35
Nei einmitt ekki Kristján. Meginreglan er sú að brotin þurfi að vera skýr og að meiri líkur en minni séu á sakfellingu. Maður hundsar ekki grundvallarreglur stjórnarskrárinnar "af því bara".
Það getur bara ekki staðist stjórnarskrá að færa þessa ráðherra fyrir Landsdóm. Það eru ákvæði í stjórnarskrá sem ættu að koma í veg fyrir það.
Verði þessir ráðherrar dregnir fyrir landsdóm geta þeir farið með mál sitt fyrir mannréttindadómstól þar sem ýmis ákvæði mannréttindasáttmálans þyrfti að brjóta ef framfylgja á þessum lögum um ráðherraábyrgð.
Ef menn telja að meiri líkur en minni séu á því að ráðherrarnir yrðu sekir fyrir einhver brot ætti að stefna þeim fyrir héraðsdóm eins og öðru fólki. Þá væri amk ekki verið að traðka á mannréttindum þeirra og skapa möguleikann á því að ráðherrarnir fari með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu.
Hrafna (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.