Mánudagur, 13. september 2010
Dómgreind, völd og ábyrgð
Stjórnmálamenn gáfu sig útrásinni á vald þegar auðmennirnir virtust geta gengið á vatni um miðjan áratuginn. Það þurfti þó ekki að skoða vel og lengi til að sjá að ekki var allt með felldu. Innherjaviðskipti, ofmetnaðurinn sem fólst í að gera Norðurlönd og Bretland að ,,heimamarkaði" íslenskra fjármálastofnana og tuskubúðareksturs og græðgisvædda siðferði stráklinga bauð ekki af sér góðan þokka. Baugsmálið og fréttir af framferði Jóns Ásgeirs hefðu líka átt að hringja viðvörunarbjöllum.
Stjórnmálastéttin stóðst ekki próf heilbrigðrar skynsemi og lét fallerast. Þeir bera mesta ábyrgð sem höfðu mestu völdin.
Af stjórnmálaflokkum ber Samfylkingin mesta ábyrgð vegna þess að hún gerði hagsmuni auðmanna að sínum og barðist gegn viðleitni stjórnvalda að hafa hemil á yfirgangi Jóns Ásgeirs og félaga. Samfylkingin hefur ekkert lært og heldur að með því að fórna Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur kaupi flokkurinn friðþægingu. Það mun ekki ganga eftir.
Ólga og hörð viðbrögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.