Ákæruskjalið og nöfnin

Ríkisstjórnin brást í aðdraganda hrunsins. Almenn pólitískt ábyrgð liggur fyrir en áhöld eru um ráðherraábyrgð. Ef, og það er stórt ef, hægt er að skrifa trúverðugt ákæruskjal þar sem atvikalýsingar eru þess eðlis að líkur séu á að þær haldi fyrir dómi á að kæra ráðherra sem komu við sögu.

Tveir ráðherrar, Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, eru helst nefndir. Ingibjörg Sólrún var utanríkisráðherra og ber sem slíkur minni ábyrgð en t.d. félagsmálaráðherra. Ingibjörg Sólrún er þá líklega talin ábyrg sem formaður annars stjórnarflokksins.

Ef á annað borð er tilefni til ákæru er deginum ljósara að auk Geirs og Ingibjargar Sólrúnar eigi að ákæra Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, Árna Mathisen fjármálaráðherra og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og staðgengil Ingibjargar Sólrúnar.


mbl.is Skýrslan prentuð í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef við værum í ríki þar sem siðferðisgrundvöllur og tilgangur lagana réðist en ekki túlkunartækni út frá staðsetningu á kommum og punktum þá væri ekki spurning um að hægt væri að græja gott ákæruskjal.

Svo má ekki gleyma því að í raun er æskilegt fyrir þessa aðila að vera sóttir til saka fyrir þessum dómstól því þá fá þeir tækifæri til að hreinsa nafn sitt ef það er hægt.

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 20:22

2 identicon

,,Ríkisstjórnin brást í aðdraganda hrunsins"

Allir sem ,,vissu"  brugðust  !!!

Það er mörg andlit með líkama, sem enn eru við sömu störf, sem bera mikla ábyrgð vegna ástandsins sem er hér í þessu þjóðfélagi !!!

Andlitin með líkaman ættu öll að verða sótt til saka !!!

Allir alþingismenn, allt háskólasamfélagið ( sem hélt kjafti því það fékk að vera með í partýinu ), allir bankamenn, allir lögfræðingar og allir endurskoðendur , þeir bera andlit með líkama , sem ættu allir að vera á bak við rimla !!!

JR (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 20:42

3 identicon

Allt háskólasamfélagið???  Mikil er sök þeirra og ábyrgð í tannlæknadeildinni.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 21:30

4 identicon

,,Allt háskólasamfélagið??? "

Já, aularnir sem halda að allt byggist á því að vera með ,,gráður" !

Fólkið sem þyggur svo margar milljónir fyrir það að ,,bera ábyrgð"  og vera með ,,gráður" !

En svo blasir við, hvað það kann !

Afrekin blasa við í þessu aula þjóðfélagi sem við lifum í !

En, það er ágætt að þeir sem eitthvað vit hafa í þessum hópi geti skrifað eitthvern aulabrandara , eins og gert er hér að framan !

Ekkert annað virðist fara fyrir kunnáttu þessa aðila !

JR (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 22:22

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Heldurðu Páll að þetta snúist um trúverðugleika ákæruskjals? Þetta snýst miklu frekar um það hver ætlar að taka að sér að vera brennukóngur á síðari tímum hinna pólitísku heilögu og hverjir taka að sér að skvetta olíu á eldinn. Í það starf mun sjálfboðaliðana ekki skorta, geri ég ráð fyrir.

Gústaf Níelsson, 10.9.2010 kl. 23:38

6 identicon

Svo er ekki úr vegi að minnast á einn, þetta er auðvitað bara gert fyrir Gústaf, sem er ritstjóri Morgunblaðsins í dag !

Það ætti að setja upp gálga á Lækjartorgi með þennan mann í hálsbandi !

JR (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 00:16

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ef menn verða ekki dregnir til ábyrgðar þá getum við ekki búið á landinu með sæmd!

Össur er og verða mun landráðamaður sem á ekkert erindi á alþingi lengur!

Sigurður Haraldsson, 11.9.2010 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband