Föstudagur, 10. september 2010
Réttlæti, hrun og gjaldþrot
Hræðsluáróður Vilhjálms Egilssonar og annarra um að þjóðin hafi ekki efni á því að gera upp við hrunkvöðla og meðhlaupara er lævíst bragð manna sem halda sig hafna yfir lög og rétt. Vilhjálmur og félagar snúa hlutunum á hvolf.
Þjóðin hefur ekki efni á því að veita hrunkvöðlum og meðhlaupurum þeirra sakaruppgjöf. Stórafsláttur á réttlætinu myndi valda siðferðislegu gjaldþroti þjóðarinnar. Við yrðum ekki hótinu betri en ómerkingarnir sem létu gull auðmanna trompa meiri verðmæti eins og siðferðiskennd og heiðarleika.
Fjárhagslegt gjaldþrot snýst um peninga; siðferðisgjaldþrot heggur að grunnstoðum samfélagsins.
Lítil hætta á gjaldþroti ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú hrín og hvín í Sjálfstæðismönnum, þeir eru hræddir um að Geir og Dabbi verði dæmdir. Komnir á fullt með hræðsluáróðurinn. Ég vil heldur þjóðargjaldþrot, heldur en sleppa þessum sökudólgum. Takk fyrir.
Dexter Morgan, 10.9.2010 kl. 16:19
"Fjárhagslegt gjaldþrot snýst um peninga; siðferðisgjaldþrot heggur að grunnstoðum samfélagsins"
Frábærlega orðað hjá þér, gæti ekki verið meira sammála. Því miður hefur mér fundist við á barmi beggja síðustu misserin en vonandi ber okkur gæfa til að forðast alla vega hið síðara, en náttúrulega helst bæði!
ASE (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 16:31
Svo verða vinstri vitleysingarnir dæmdir fyrir hylmingu og fleira fyrir gjaldeiris-svika-lána-málin strax og Helferðarstjórnin fellur!
Óskar Guðmundsson, 10.9.2010 kl. 17:03
Já, núna er hver rafturinn á fætur öðrum dregin til að búa til atburðarás !
Allt er þetta gert til að bjarga sjálfstæðisflokknum !
Aumt er að sjá sjálfstæðisflokkinn, sem notaði það í sinni kosningabaráttu til margra ára , að það væri engin annar sem kunni að fara með fjármál !
Núna sjáum við raunveruleikan !
Það eru bara glæpa-klíkur sem sameinast í sjálfstæðisflokknum !
JR (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 23:00
Algerlega sammála pistlinum, Páll. Getum ekki sleppt lögbrjótum og sama hvað það kostar. Held menn ættu ekki að verða sér til skammar með því að segja það. Skil alls hvað pistillinn kemur Sjálftæðisflokknum við (23:00), nema það að þú ert með hann á heilanum.
Elle_, 10.9.2010 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.