Föstudagur, 10. september 2010
Samfó-deildin í Sjálfstæðisflokknum og dómgreind Bjarna
Samfó-deildin í Sjálfstæðisflokknum rær að því öllum árum að mynda nýja ríkisstjórn með Samfylkingunni án kosninga. Í hópnum eru meðal annarra Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður í fríi. Í baklandi hópsins eru nöfn eins og Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins, Benedikt Jóhannesson formaður Sjálfstæðra Evrópusinna.
Samfó-deildin gerir út á óánægju Samfylkingar með samstarfið við Vg annars vegar og hins vegar ráðleysi formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar. Þrátt fyrir mýmargar áskoranir og fjölmörg tækifæri hefur Bjarni ekki lagt í uppgjör við þá þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem eru upp fyrir haus í útrásareðju, Guðlaug Þór og Þorgerði Katrínu.
Hik og tafs formannsins gefur Samfó-deildinni byr undir báða vængi vegna þess að hópurinn er með pólitíska hernaðaráætlun en forystan öngva.
Athugasemdir
Það yrði ljóti óskapnaðurinn ef að Sjálfstæðisflokkurinn legðist undir Samfylkinguna eftir það sem undan er gengið.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.