Samfó-deildin í Sjálfstæðisflokknum og dómgreind Bjarna

Samfó-deildin í Sjálfstæðisflokknum rær að því öllum árum að mynda nýja ríkisstjórn með Samfylkingunni án kosninga. Í hópnum eru meðal annarra Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður í fríi. Í baklandi hópsins eru nöfn eins og Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins, Benedikt Jóhannesson formaður Sjálfstæðra Evrópusinna.

Samfó-deildin gerir út á óánægju Samfylkingar með samstarfið við Vg annars vegar og hins vegar ráðleysi formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar. Þrátt fyrir mýmargar áskoranir og fjölmörg tækifæri hefur Bjarni ekki lagt í uppgjör við þá þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem eru upp fyrir haus í útrásareðju, Guðlaug Þór og Þorgerði Katrínu.

Hik og tafs formannsins gefur Samfó-deildinni byr undir báða vængi vegna þess að hópurinn er með pólitíska hernaðaráætlun en forystan öngva.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það yrði ljóti óskapnaðurinn ef að Sjálfstæðisflokkurinn legðist undir Samfylkinguna eftir það sem undan er gengið.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband