Össur er æðsti hrunpólitíkusinn

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra var í fremstu víglinu ríkisstjórnar og Samfylkingar þegar hrunið varð. Ólíkt öllum öðrum hrunframherjum er Össur enn í forystu og hefur hvergi kannast við ábyrgð sína. Ekki aðeins ber Össur pólitíska ábyrgð heldur tók hann persónulega þátt í braski með SPRON-verðbréf.

Verði stefna gefin út á einhverja ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde hlýtur Össur Skarphéðinsson að vera þeirra á meðal.


mbl.is Jóhanna beitti þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

HAHA! Þú lýgur þessu með SPRON bréfin. Hann "átti" bréf frá því fyrir lifandis löngu eins og tengdapabbi minn t.d. en braskaði ekki með þau.

Jú, hann var næstæðstiprestur í Samfylkingunni og er ekki merkilegur pappír í mínum bókum, en að þú skulir minnast á hann (þegar hann er ekki einusinni sakaður um vanrækslu) og ekki Geir Haarde, Árna Mathisen og þeirra samflokksmenn - svo ekki sé minnst á djöfulinn sjálfan - er alveg með grófustu ólíkindum.

Rúnar Þór Þórarinsson, 10.9.2010 kl. 07:52

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Össur fékk vitrun að selja SPRON-bréfin á réttum tíma og miðaldra konum sem eiga til að falla í yfirlið líður vel í návist hans.

Páll Vilhjálmsson, 10.9.2010 kl. 10:03

3 Smámynd: Elle_

Get ekki vel skilið sekt ráðherra í falli bankanna nema vegna peningastefnunnar og veru okkar í EES, ekki stýrðu þeir ráni innan bankanna.  Hlutur Gylfa, Jóhönnu, Steingríms og Össurar í Evrópusambandsmálinu og Icesave ætti að vera rannsakaður.   Skýrsla hliðholl okkur í Icesave frá lögmannsstofunni Mischon de Reya týndist og fannst löngu seinna.  Vissi ríkisstjórnin ekkert um skýrsluna??  Og að ógleymdum Wikileaks gögnum sem sýndu fram á grófa og leynilega íhlutun 2ja starfsmanna í utanríkisráðuneyti Össurar í og gegn framgangi laga í Icesave-málinu.  Vissi Össur ekkert um það??   Ætlar Alþingi ekki að gera neitt? 

Elle_, 10.9.2010 kl. 11:01

4 Smámynd: Elle_

Nei, hlutur Árna Þórs, Guðbjarts, Gylfa, Jóhönnu, Steingríms og Össurar í Evrópusambandsmálinu og Icesave ætti að vera rannsakaður.

Elle_, 10.9.2010 kl. 11:06

5 identicon

Össur er slyngari en aðrir að benda á aðra þegar hann hefur eitthvað vont á samviskunni.  Samfylkingin er snjallari en nokkur annar flokkur að reka sína pólitík á að kenna öðrum um sem aflaga hefur farið þó svo að sektin er þeirra.  Núna hefur hann verið að moka flórinn eftir EES rugl "Sjálfstæðisflokksins" (þó svo að Jón Baldvin og Ingibjörg Sólrúna hafa ítrekað fullyrt að þeir eigi nánast ekkert í inngöngunni í anddyri ESB).  Þingmaður spurði á Alþingi hvort það væri ekki full ástæða til að setja á stað rannsóknarnefnd til að ganga úr skugga um hvaða flokkur hafði verið í hrunstjórninni með Sjálfstæðisflokknum? 

Össur og Samfylkingin hefur alla tíð kennt Sjálfstæðismönnum um alla ábyrgð á minnisblaði (MoU) sem hafði verið gert við Hollendinga, og borgunaróðir Samfylkingarmenn og flokksmenn hennar í VG segja að hafi verið lögbundin gjörningur sem væri samningur um að greiða falsreikninginn ólöglega, - Icesave.  Breytir engu þó svo færustu lagaspekingar þjóðarinnar hafa ítrekað bent á að slíkt er ómögulegt hvað stjórnarskrá varðar.  Sem og að Hollendingar hafa kvittað uppá að minnismiðinn (MoU) sem allt annað sem fór á milli samningamanna þjóðanna tveggja væri  með öllu ógilt, þegar Brussel viðmiðin voru samþykkt.  En það er önnur saga og ekki nýtt að Samfylkingarmenn hafi ekki hugmynd um hvað þeir eru að segja eða virða engar umgengisreglur við sannleikann.  Það er sorglegt að þeir sem hraunað er yfir eru algerar liðleskjur og gungur við að verja sig til að ýfa ekki upp gömul hrunsár. 

Staðreyndin er sú að minnismiðinn (MoU) var gerður af utanríkisráðuneytinu á sínum tíma, sem var í umsjón Samfylkingar og undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar Gíslason.  Sjálfur Össur tók við því embætti og stýrði í veikindum hennar og er sennilegast sá sem bar þá ábyrgð fyrir stjórnvöld flokkinn sinn.

Umræður á Alþingi.  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 7. 2. 2009.:

"En það er alveg ljóst að Memorandum of Understanding eða minnisblaðið sem sagt var gert undir forustu utanríkisráðuneytisins. Báðir flokkarnir vissu af þessu. Bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra vissu af þessu." 

Þetta hefur verið helsta ástæða þess sem lygavafningur Icesave greiðsluviðurkenningar raka sem Samfylkingin hefur haldið á lofti ásamt ríkisábyrgð á Tryggingarsjóði innistæðueigenda.  Hvorutveggja sannar "óumdeilanlega" greiðsluábyrgð þjóðarinnar á Icesave falsreikningum.  Framkvæmdastjórn ESB henti síðari kenningunni út.  Ef að Samfylkingunni tekst að koma málum svo fyrir að samningar verða þess eðlis að þjóðin verði látin greiða eitthvað af ólögvarinni kröfu stórveldanna, sem aðgöngumiðann í ESB, þá er alveg ljóst að minnisblaðið (MoU) er í boði þeirra, þó svo að ekki kannist neitt við það í dag. 

Það komast fáir með tærnar sem Össur hefur hælana hvað varðar lítið samneyti við sannleikann.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband