Samtök afneitara vilja sakaruppgjöf

Vilhjálmur Egilsson var þægt verkfæri hrunkvöðla og tók að sér trúnaðarstöður fyrir Jón Ásgeir, Pálma í Fons, Hannes Smárason. Í umboði þeirra varð Vilhjálmur framkvæmdastjóri SA. Vilhjálmur krefst sakaruppgjafar fyrir hrunkvöðla um leið og þykist í orði kveðnu biðja stjórnmálamönnum vægðar.

Uppgjörið við hrunkvöðla og meðhlaupara þeirra mun taka tíma. Af orðum Vilhjálms má ráða að linkindin sem þessu fólki hefur verið sýnd hingað til verður til þess að það sæki í sig veðrið.

Endanlegt hrun íslensks samfélags blasti við ef fyrrum yfirmenn Vilhjálms kæmust til valda á ný. Hundurinn verður að gjamma áfram án húsbónda.


mbl.is Menningarbyltingarkennt ástand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sammála.  Þurfti að anda inn og út eitthundraðog tíu sinnum, þegar ég sá þessi óforskömmuðu ummæli Vilhjálms.  Hélt (vonaði) fyrst að þetta hlyti að vera misskilningur.  Enginn með heila brú lætur svona út úr sér.

Reiti hárbustann í æði.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 10.9.2010 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband