Miðvikudagur, 8. september 2010
Hagvísar fatta ekki efnahagslífið
Hagvísar sem mæla efnahagsvirknina, svo sem vöxt eða samdrátt landframleiðslu, skynja ekki breytingar á vinnuafli sem lagar sig hratt að aðstæðum. Vinnuafl hverfur úr atvinnulífinu þegar framboð atvinnu minnkar og fer til útlanda, heim til sín, í skóla eða á atvinnuleysiskrá.
Stórflótti af vinnumarkaði eftir hrun dúkkaði ekki nema að hluta upp í atvinnuleysismælingum. Margvísleg viðbrögð fólks við breyttu ástandi fara fyrir ofan garð og neðan hagtalna. Aukning matjurtaframleiðslu heimilanna er til dæmis ekki skráð til hækkunar landsframleiðslu.
Hugtakið landsframleiðsla er ekkert sniðugt í mikill nálægð og jafnvel háborg töflugerðarfólks, OECD, er með efasemdir.
Ekki hægt að byggja vitræna túlkun á hagtölum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.