Miðvikudagur, 8. september 2010
Kraftaverkið í október 2008
Eftir hrunið í byrjun október 2008 tókst að halda efnahagskerfinu gangandi með því að í sömu andrá og gömlu bankarnir voru teknir yfir voru nýir búnir til. Stjórnvöldum tókst kraftaverk sem var að greiðslumiðlunin hér á landi var áfram starfhæf þótt forsjá bankanna hafi verið á lögfræðilegu einskinsmannslandi.
Þegar fram líða stundir verður kraftaverksins minnst en lögfræðilegu smáatriðin verða aukaatriði.
ESA rannsakar bankana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lög eru lög, og ríkisaðstoð eða -ábyrgð er skýrt bönnuð í þessum samningum; skiljanlega, til að hægt sé að stuðla að virkri samkeppni í einkavædda bankakerifnu.
ESA og EFTA-dómstóllinn eru greinilega með þetta allt á hreinu þannig að við þurfum allavega ekki að hafa miklar áhyggjur af hugsanlegum dómi EFTA í öðru máli tengdu íslenska bankakerfinu....
Durtur, 8.9.2010 kl. 15:13
Tímabært að segja EES samningnum upp í framhaldi af því þegar þjóðin mun á afgerandi hátt hafna ESB samningnum !
Tvíhliða viðræður við ESB á svipuðum grunni og Sviss hefur gert kæmu þá til greina, en spurning er hvort við njótum ekki áfram þeirra kjara sem við höfðum við þetta bandalag áður en EES samningurinn var gerður, en það tryggði okkur ágætlega með viðskipti við ESB ríkin án tolla.
EES samningurinn var lítið annað en meiri umbúðir og glingur utan um þann annars ágæta samning en að auki ónýtt regluverk og fjórfrelsis ruglið sem kom okkur í það að við vorum skylduð til að einkavæða bankakerfið og kom bönkunum í þá ótrúlegu stöðu að geta veðsett heilt þjóðfélag og þegna þess og komið síðan heilu þjóðfélagi fram af hengifluginu !
Allt í nafni heilags og ósnertanlegs regluverks í nafni ESB fjórfrelsisins sem átti að vera algerlega fullkomið og skothelt gáfnaverk sérfræðiráðana þeirra !
Annað kom í ljós, bæði hér og annarss staðar og við erum ekki enn búinn að bíta úr nálinni með þetta rugl. Samanber ICESAVE ruglið !
Gunnlaugur I., 8.9.2010 kl. 15:49
Mér finnst þetta ekki mikið kraftaverk þar sem öll greiðslumiðlun á Íslandi fer í gegnum Reiknistofu bankanna og öll (innlend) millibankaviðskipti eru gerð upp hjá seðlabankanum. En ég þakka kærlega hrósið, við tæknimenn erum greinilega kraftaverkamenn:) Er reyndar ennþá að velta því fyrir mér af hverju voru 3 nýjir bankar stofnaðir á grundvelli úreltra uppgjörsreglna en þá er ég kominn út fyrir mitt svið...
Gunnar Sigfusson (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.