Reykjanesbær þarf sannleiksnefnd

Samkrull stjórnsýslu bæjarfélags og fjársterkra aðila, bæði innlendra og erlendra, er óvíða meiri en í Reykjanesbæ. Hálfkaraðar íbúðarblokkir vegna íþróttaháskóla sem aldrei varð, beinagrind að álveri og gjaldþrota sparisjóður eru æpandi ummerki um stjórnsýslu á fjármálafyllerí.

Borin von er að meirihlutinn í bæjarstjórn samþykki skipun nefndar sem fer ofaní saumana á ráðslagi bæjaryfirvalda síðustu árin. Ríkisvaldið á að grípa í taumana og setja skilyrði fyrir stuðningi við gjaldþrota bæjarsjóð.

Algjörlega ótækt er að bæjaryfirvöld með Árna Sigfússon sem bæjarstjóra undanfarin átta ár fái peninga úr ríkissjóði til að borga upp óreiðuna án þess að komi til ítarleg úttekt á því hvers vegna  svo fór sem fór.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, mikið rétt.  Sannleiksnefnd til að fara yfir aðdraganda að núverandi stöðu Reykjanesbæjar væri býsna fróðlegt verkefni - og raunar mjög ganglegt er ég viss um.  Það hafa nefnilega gerst mjög merkilegir hlutir þarna suður með sjó.  Reykjanesbær hefur þanist út svo með hreinum ólíkindum er.  Eignasala og síðan leiga fasteigna er annar mjög merkilegur kapituli. 

Þarna er á ferðinni risavaxin tilraun á íslenskan mælikvarða í frjálshyggju.  Myndin er orðin ansi dökk sýnsit manni og dugar tæpast  að kenna öðrum um hvernig komið er, þótt innanbúðarmenn þar á bæ séu með nóg af sökudólgum tilað  benda á.

Vissulega hefur gamla Keflavík  gjörbreyst til betri vegar.  En eitthvað er bogið við tímafaktorinn í dæminu, virðist manni.

Afleiðingin getur orðið martröð.  Vona svo sannarlega að úr rætist, en bjartsýnin er ekki til staðar.

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 11:09

2 identicon

Ríkið hefur sett pening í Sparisjóðinn. Af hverju er það ekki rannsakað?

Gestur Páll (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband