Össur kemur illa undan sumri

Össur utanríkis mætti illa fyrirkallaður á alþingi, jós úr skálum reiði sinnar yfir Vigdísi Hauksdóttur þingmann Framsóknarflokksins og hefði stjórnarandstöðuna á hornum sér. Síðustu misserin hefur Össur verið yfirvegunin ein og gjarnan með góðlátlega afstöðu til manna og málefna.

Nýuppstokkuð ríkisstjórn með 20 punkta prógramm hefði átt að kæta utanríkisráðherra þótt enginn af punktunum nefndi hjartansmál Össurar sem er umsóknin um aðild að Evrópusambandinu.

Í dag var annað óskamál Jóhönnustjórnarinnar urðað á sorphaugi íslenskra vinstristjórnmála þegar fyrningarleiðin í sjávarútvegi fékk andlátstilkynningu í nefndarskýrslu.

Jú, sennilega eru ríkar ástæður fyrir Össur að vera lítt kátur á þingi þar sem honum er flest mótdrægt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband