Gjaldþrot og endurreisn

Á útrásartíma bólgnaði út rekstur sem ekki stenst í venjulegu árferði. Einn ruglreksturinn er Húsasmiðjan/Blómaval sem í seinni tíð er einkum frægur fyrir að drepa blómabúðir á landsbyggðinni. Endurlífgun á útrásarrekstri með peningum lífeyrissjóða er ekki endurreisn heldur nýspilling.

Grisjun í atvinnurekstri með gjaldþrotum og lokun fyrirtækja er eina leiðin til endurreisnar. Sérstaklega gildir þetta um hverskyns verslunarrekstur þar sem margir eru um hitunina. Í tilfelli sérhæfðari fyrirtækja, t.d. flugrekstur, koma til fleiri atriði sem gætu réttlætt fjárfestingu lífeyrissjóða.

Varhug þarf að gjalda við þeirri hugsun að lífeyrissjóðir kaupi rekstur til að selja eftir skamma stund. Brask með fjármuni launafólks er ótækt.


mbl.is Kaup Framtakssjóðs á Vestia gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband