Laugardagur, 4. september 2010
Sjálfstæðisflokkurinn heldur lífi í ríkisstjórninni
Aðalástæðan fyrir því að ríkisstjórn Jóhönnu Sig. heldur lífi er Sjálfstæðisflokkurinn. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru skítlogandi hræddir við kosningar. Brátt bætist við þingflokkinn útrásargóss í formi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sem mun berjast með kjafti og klóm fyrir því að kosningar verða ekki haldnar fyrr en í lok kjörtímabilsins.
Fyrir á fleti í þingflokknum er Guðlaugur Þór Þórðarson sem er alveg til í að fylgja aðlögunarferli Samfylkingar að Evrópusambandinu til heimsenda bara ef það verður til að fresta kosningum.
Fimmtu herdeild ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur er að finna í þingflokki Sjálfstæðisflokksins.
Athugasemdir
Nokkuð gott hjá þér. Eru ekki til lög sem banna að falsa hlutabréfaverð? Voru ekki kúlulánin fyrst og fremst hugsuð til að hækka virði þeirra? Kúlulánatakendur sem sagt hjálpuðu bönkunum að halda uppi verði bréfanna en Jón og Gunna sem áttu kannski ævisparnað í þessum sömu bréfum sátu róleg því þau stigu alltaf í verði.. Nú svo í restina fimm mínútur í hrun þá dugir ekki að nota Kristjána og Runólfa, nei þá er fundinn arabískur frændi einhvers prins..
Verður ekki óþægilegt fyrir Þorgerði þegar maður hennar verður settur á Litla Hraun? Hvað segir Þórður Friðjónsson? Þetta var allt gert fyrir framan nefið á honum.
Villi (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 21:44
Á svona nokkru sannleikskorni áttar sig bara alvöru blaðamaður. Stóra spurningamerkið held ég samt að sé hinn gjörvulegi formaður sjallanna, margir vita nefnilega að ekki fer saman alltaf saman gæfa og gjörvileiki. Gæti kannski hræðslan stafað af því að Dabbi kynni að endurtaka leikinn, sem leikinn var við Þorstein nokkurn sem flestir virðast búnir að gleyma, og yrði nú leikinn við þann gjörvilega nýja formann. (ég á við innan sjallaflokks, þar sem enginn í landinu er lengur hræddur við Dabba nema sjallarnir.)
Robert (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 22:48
Þú kynnir sérkennilega vitrun Páll. Getur verið að þér sé alvara með svona stjórnmálaskýringu ? Er þér ekki ljóst að stjórnin heldur meirihluta á Alþingi, svo lengi sem Sossar og Kommar ná að semja um innri deilumál, með ráðherra-stólum og öðrum duddum ?
Sjálfstæðisflokkurinn er í forustu fyrir stjórnar-andstöðunni og hefur sýnt eindregnari andstöðu en Framsókn og Hreyfingin. Sjálfstæðisflokkurinn einn flokka hefur á formlegan hátt hafnað gæluverkefnum Icesave-stjórnarinnar, Icesave-samningum og innlimun landsins í Evrópuríkið.
Páll, ég legg til að þú hugsir aðeins málin áður en þú sendir svona fullyrðingar frá þér. Þótt þingmenn Sjálfstæðisflokks séu ekki fullkomnir, þá er þar að finna framverði Íslendskra hagsmuna.
Loftur Altice Þorsteinsson, 4.9.2010 kl. 23:49
Gott hjá þér Páll. Þetta er allt rétt nema fyrstu tvær setningarnar.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 07:48
Það væri að þú hefðir rétt fyrir þér! Þeir eru að burðast með lík í lestinni eins og kanski flest okkar á einhvern hátt.
En er þetta ekki svolítið eins og iðnaðarráðherra sem segir Sjálfstæðismenn þvælast fyrir í öllum málum!
Það var nú það merkilegasta sem ég hef heyrt. Þeir hafa sjaldan verið færri.
jonasgeir (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.